Súkkulaðisprengjur með mjúkri fyllingu

Þessi færsla er unnin í samstarfi með MS sem útvegaði mér hráefni í þessar dásamlegu súkkulaðikökur sem bragð er af.

Það er fátt betra en ljúffeng bollakaka með súkkulaðibragði finnst mér en ég ákvað að fara skrefinu lengra og hafa mjúka fyllingu innan í sem gefur henni þetta extra góða bragð. Ég gerði uppskrift af trufflum sem komu ótrúlega vel út með rommbragði og í kremið notaði ég smá kaffiduft. Þetta er því dálagleg sprengja með kaffibollanum svona á nöprum sunnudegi.

innihald kökur:

 • 4 egg
 • 100 g sæta sykurlaus Good good, eða Sukrin Gold
 • 1 dl rjómi MS
 • 1 dl grísk jógúrt MS
 • 15 g kókosolía eða avocaodolía
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 50 g kókoshveiti
 • 20 g kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 30 ml heitt kaffi uppáhellt eða soðið vatn
 • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Þeytið egg og sætu saman, því næst rjóma, grísku jógúrtina, smjör og vanilludropana.
 • Bætið að lokum þurrefnum saman við. Látið deigið standa í smá tíma.
 • Deilið nú í 12 múffuform. Ágætt að pensla aðeins formin að innan með kókosolíu því kókoshveitið á það til að festast í bréfinu.
 • Bakið í 20 mín á 170° hita.

innihald trufflu-fylling:

 • 180 ml rjómi
 • 50 g smjör
 • 170 g sykurlaust súkkulaði, ég notaði dropana frá Cavalier
 • 40 g Sukrin Melis eða fínmöluð Good good sæta
 • 2 tsk koníak eða 1 tsk rommdropar eða nota mintudropa
 • 1/2 tsk vanilla

aðferð:

 • Setjið súkkulaði í skál og setjið til hliðar.
 • Setjið rjóma, smjör og vanillu í pott og látið suðuna koma upp.
 • Hellið þá blöndunni yfir súkkulaðið, bætið sætunni við og hrærið í þar til allt hefur leyst upp. Bragðbætið með koníaki eða rommdropum ef þið viljið frekar.
 • Látið blönduna kólna í ískáp eða frysti með filmu yfir og þegar hún er orðin stíf þá er hægt að móta kúlur eða taka upp tsk af trufflublöndu og koma fyrir í miðju muffinskökunnar.
 • Þrýstið létt ofan í kökuna og skreytið síðan með kremi.

Innihald krem:

 • 80 g sæta, t.d. Sukrin Melis
 • 125 g rjómaostur í bláu boxunum MS
 • 250 ml rjómi
 • 1 tsk skyndikaffiduft (má sleppa kaffiduftinu)
 • 1 msk kakó

aðferð:

 • Þeytið saman sætu, kakó, kaffiduft og rjómaostinn.
 • Bætið rjóma saman við og skafið vel úr hliðunum á skálinni.
 • Setjið nú allt á fullt og þeytið þar til toppar myndast í kreminu.
 • Sprautið kreminu ofan á kökurnar með fallegum stút og skreytið með brómberjum og myntulaufi.