Já það kveikir alltaf í manni allur þessi bakstur á samfélagsmiðlum og þar sem ég er algjör brauðkona þá er ég alltaf að finna út hvernig hægt er að nálgast brauðstemminguna á lágkolvetna mataræðinu. Ég reyndi að baka þessa uppskrift með geri og kókoshveiti en það hrundi allt í sundur og lyfti sér ekkert svo ég prófaði mig áfram með nokkrar týpur og að lokum var ég nokkuð happy. Þetta er saðsamt og gott og óþarfi að gera stóra skammta nema þá til að frysta.
INNihald:
120 g rifinn mosarella ostur
80 g kotasæla eða rjómaostur
45 g FITUSKERT möndlumjöl, eða nota 90 g venjulegt trúi ég
1 msk POFIBER, fæst í Bónus og frá Semper, mætti nota HUSK
1 msk lyftiduft
1 egg
saltklípa
Aðferð:
- Hitið saman kotasælu og ost í örbylgjuvænu íláti, gott að hita 30 sek, hræra og svo aftur 30 sek. Bæta þá þurrefnum við og hita aðrar 30 sek.
Ef þið notið Thermomix þá stilli ég á 3 mín / hiti 80/ hraði 3 , gott að skafa niður úr hliðum og hita aðeins meira og þeyta ef þarf. - Blandið þurrefnum saman við og Þegar ostar og mjöl blandast orðið vel saman 30 sek / hraði 4 þá er einu pískuðu eggi bætt við 30 sek /hraði 6 ath skiljið smá eftir af eggi til að pensla bollurnar með.
- Mótið 6 góðar bollur úr deiginu eða 8 minni. Penslið með eggi og stráið fræjum yfir eða rifnum osti. Mér finnst gott að hafa graskersfræ, svona smá Evu Laufeyjar look.
- Bakið í 200°heitum ofni með blæstri í 15-20 mín eða þar til bollurnar eru orðnar útblásnar og fínar. Ef þið eigið Airfryer þá má naka á 180 graðum í 8-10 min
- Látið bollur kólna smá og njótið síðan með áleggi eða salati.