Sumardesert með hindberjahlaupi

Það er auðveldara en maður heldur að vinna með matarlím og mér finnst svo töff hvað hægt er að gera smart deserta með matarlíminu að ég ákvað að skella hér inn einum krúttlegum. Uppistaðan er kolvetnaskyrt skyr með vanillubragði, rjómi og svo góða hnetukarmellukurlið sem ég mæli með að allir eigi í boxi upp í skáp. Þessi uppskrift miðast við 3 glös eða 4 litlar skálar en auðvitað má breyta henni að vild.

innihald:

 • 200 g frosin eða fersk hindber ég notaði frá Coop

 • 1 msk fínmöluð sæta að eigin vali

 • 1 msk sítrónusafi

 • 2 matarlímsblöð ( lögð í bleyti í köldu vatni)

 • 1 skyrdós af kolvetnaskertu skyri með vanillubragði

 • 1 dl rjómi léttþeytið

 • 1 msk fínmöluð sæta

 • hnetumulningur úr karmelluhnetu uppskrift

aðferð:

 • Leggið matarlím í bleyti í köldu vatni í ca 5-10 mín
 • Á meðan látið hindberin malla í potti ásamt sætu og sítrónusafa þar til þau fara að krauma. Kreistið vatnið úr matarlíminu og blandið saman við hindberin og leysið upp. Takið til hliðar.
 • Þeytið rjómann létt, bætið skyri saman við og sætu og þeytið áfram.
 • Setjið hnetukurl, uppskrift hér að neðan, í botn á glasi eða skál, setjið skyrblöndu yfir, síðan hindberjablöndu, svo hnetukurl, skyr og hindberjablöndu. Deilið þessu á milli skála eða glasa þar til allt er búið. Hnetumulning má nota eftir smekk, það þarf ekki að klára hann allann. Skreytið efsta lagið að vild, t.d. með ferskum berjum og hnetum.
 • Best er að geyma réttinn í ísskáp í 1-2 klst áður en þið berið fram.

Hnetukurl:

 • 125 g möndlur eða makadamiur

 • 125 g pekanhnetur

 • 25 g sukrin gold

 • 25 g smjör

 • 1/4 tsk kanill

aðferð:

 • Hitið hneturnar í 200 ° heitum ofni í um það bil 10 mín, passið að brenna ekki.
 • Hitið sætuefnin og smjör í potti þar til gylltur litur kemur á karmelluna. Bætið kanil að lokum við og hrærið á jöfnum hita.
 • Blandið hnetunum saman við karamelluna og dreifið næst á smjörpappír og látið kólna. Malið gróft í blandara eða skerið niður með beittum hníf.
 • Nú er hægt að nota hnetukurlið sem snakk eða nota í botninn á skyrréttinum.
Skemmtilegt hlaup ofan á réttinum
Fallega lagskiptur desert