Súpubrauð, með próteini

Það eru heilu heimasíðurnar í gangi í “ketó” heiminum sem snúast um að ná fram hinu fullkomna ketóbrauði sem smakkast eins vel og nýbakað súrdeigsbrauð eða snjóhvítt franskbrauð. Uuuu gleymum því, það verður tæplega hægt að gera ketóbrauð eins og brauð með glúteini. Það er hægt að komast nálægt því með allskonar trixum en maður verður alltaf að átta sig á að brauðin á ketó og lkl eru annarsskonar. Hér er brauð sem er létt og gott og það inniheldur wheyprótein sem á þátt í því. Ekki sleppa próteininu ef þið ætlið að prófa þessa uppskrift. Brauðið er æðislegt með súpu.

Innihald:

 • 330 g rjómaostur
 • 55 g smjör
 • 4 egg
 • 2 tsk sæta
 • 60 ml rjómi
 • 60 ml ólífuolía
 • 130 g Whey prótein
 • 1/2 tsk salt
 • 1/3 tsk matarsódi
 • 1 tsk Xanthan gum
 • 2 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • ólífur og ostur sem topping ef þið viljið

aðferð:

 • Setjið rjómaost og smjör saman í skál og hitið í 1-2 mín í örbyglgjuofni eða í potti.
 • Pískið svo saman við rjómaostinn, eggjum, sætu, ólífuolíu og rjóma.
 • Gott að gera þetta í blandara.
 • Blandið saman þurrefnum í skál og blandið þeim saman við ostablönduna með sleif þar til deigið er slétt og fellt.
 • Hellið deiginu í silikonform eða smurt bökunarform.
 • Bakið við 160° í 40-45 mín.