Sveppasósa og kalkúnabringa

Það er nú mjög lágkolvetnalétt að velja sér kjöt um hátíðirnar. Naut, kalkúnn, svínasteik eða skinka, allt getur þetta verið án kolvetna og ég hef yfirleitt valið að elda kalkún á aðfangadag. Síðan hef ég leikið mér með allskonar nautasteikur á gamlársdag eða gert heilan svínabóg með puru.Núna fyrir þessa færslu þá eldaði ég kalkúnabringur eftir leiðbeiningum, smurði þær vel með smjöri og passaði að kjarnhiti færi ekki uppfyrir 70°. Ég gufusauð þær reyndar í Thermomix en það er ekki nauðsynlegt, hægt að elda þær alveg í ofni. Ég kryddaði með kalkúnakryddinu frá Pottagöldrum. Ég hef síðan keypt kalkúnaskip sem er náttúrulega best í heimi og mun næla mér í eitt þegar þau koma í verslanir. Hér ætla ég að láta fylgja sósuna sem ég gerði með kalkúninum góða.

innihald:

 • 1 hringostur, villisveppa eða piparostur
 • 30 g smjör
 • 1/2 solo hvítlaukur eða 2-3 rif
 • 6-8 sveppir
 • timian þurrkað eða ferskt um 1 tsk
 • 1 kjúklingakraftsteningur og soðið vatn ( um 1 dl )
 • rjómi 1 dl
 • salt og pipar

aðferð:

 • Rífið niður ostinn og hitið í potti ásamt vatni og kryddi.
 • Steikið smátt skorna sveppi og hvítlauk upp úr smjörinu og hellið út í ostblönduna þegar fulleldaðir.
 • Látið sósuna sjóða örlítið.
 • Bætið rjóma saman við ásamt timian og smakkið til.