Taco pæ

Ég rakst á þessa uppskrift á netinu en hún er afskaplega einföld og fljótleg fyrir þá sem hafa ekki mikinn tíma í dúllerí í eldhúsinu. Ég bjó til mitt eigið taco mix til að fá ekki sterkju og annað sem vill fylgja í tilbúnum taco blöndum og rétturinn varð vel kryddaður og bragðgóður. Eins breytti ég uppskriftinni aðeins, en ekki hvað og setti mexíco ost í blönduna og fækkaði eggjum. Ég mæli með fersku salsa með þessum rétti sem er fljótlegt og gott.

Taco pæ:

 • 500-600 g nautahakk
 • Tacoblanda:
 • 1 msk chiliduft
 • 1 1/2 tsk malað cumin
 • 1 tsk paprikuduft
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 1/2 tsk laukduft
 • 1/2 tsk oregano
 • 1/2 tsk salt
 • 1/4 tsk pipar
 • Fylling:
 • 4 egg
 • 1 mexíco hringostur, rifinn
 • 2 geirar hvítlaukur
 • 250 ml rjómi
 • 100 g rifinn ostur

aðferð:

 • Steikið hakkið á pönnu.
 • Kryddið með tacoblöndunni eins og hún leggur sig.
 • Setjið hakkið í eldfast mót og útbúið ostablönduna.
 • Pískið saman egg, rjóma og rifinn mexíco ost ásamt hvítlauk, mörðum eða notið tilbúið mauk frá Blue dragon.
 • Hellið blöndunni yfir hakkið og blandið henni aðeins saman við kjötið.
 • Dreifið að lokum ostinum yfir og bakið í ofni 180° í 20-30 mín eða þar til rétturinn er gullinn og hefur lyft sér.
 • Berið fram með heimagerðu salsa.

Salsa:

 • 10-15 kokteiltómatar skornir til helminga
 • 2 avocado
 • 1/2 rauðlaukur
 • 3 msk niðurbrytjuð steinselja eða kóríander
 • 2 msk sítrónusafi
 • 2 msk ólífuolía, mjög góð svona sítrónuolía líka
 • 1 tsk gróft salt og pipar eftir smekk

aðferð:

 • Skerið allt grænmetið smátt og blandið í skál.
 • Kryddið með sítrónusafa, salti og pipar og hellið svo olíu saman við. Þetta salsa verður bara betra með hverri mínútunni í ísskáp.