Tiramísú

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MS

Uppáhaldsdesertinn minn í öllum heiminum er Tiramisú. Það er bara þannig og ég gerði í því að leita uppi ítalska staði ef ég fór erlendis. Jú auðvitað stútfullir af sykri og hveitikökum en það er vel hægt að gera lágkolvetna útgáfu af Tiramísú svo hér er hún í öllu sínu veldi. Ég notaði laktósafría rjómann frá MS í samstarfi við þá og hann kom ótrúlega flott út, stóð vel og hélt formi, það er mjög fljótlegt að þeyta hann og góður fyrir þá sem þola illa mjólkursykurinn laktósa.

INNIHALD LADY FINGERS:

 • 3 egg aðskilin

 • 1/2 tsk vanilludropar

 • 3 msk fínmöluð sæta

 • 60 g möndlumjöl

 • 1 msk rjómaostur MS í bláu pökkunum

AÐFERÐ:

 • Stífþeytið eggjahvítur og takið til hliðar, þeytið rauður, rjómaost og sætu ásamt vanilludropum.
 • Bætið möndlumjölinu varlega við eggjablönduna og að lokum stífþeyttu eggjahvítunum.
 • Setjið deigið í sprautupoka og sprautið lengjum á smjörpappírsklædda plötu.
 • Bakið við 180° í 6-10 mín. Látið kólna, kexið má þorna því það blotnar aftur í kaffinu í samsetningunni.

iNNIHALD FYLLING:

 • 500 g mascarpone ostur MS

 • 120 g fínmöluð sæta, Sukrin Melis eða fínmala Good good sætu

 • 4 dl þeyttur rjómi

 • 1/2 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilla

 • 2 egg og ein eggjarauða

AÐFERÐ:

 • Þeytið eggin saman við sætuna þar til létt og ljóst. Smakkið til ef þið viljið meiri sætu þá má bæta við nokkrum stevíudropum, en þetta er smekksatriði.
 • Bætið mascarpone ostinum saman við í skömmtum og því næst vanillu og þeyttum rjóma.

iNNIHALD KAFFIBLANDA:

 • 300 ml kaffi

 • koníakssletta, 2 msk, má sleppa eða nota rommdropa

Leiðbeiningar samsetning:

 • Dýfið “lady fingers” í blönduna og raðið í fat.
 • Setjið fyllingu yfir og endurtakið þar til fylling hefur klárast.
 • Fallegt að skreyta efsta lagið með þeyttum rjóma ég nota MS laktósafrían rjóma 1 og 1/2 pela á einfalda uppskrift af Tiramisu.
 • Dreifið kakói yfir í lokin.
 • Geymið í kæli. Þessi eftirréttur verður betri með hverjum deginum.