Túnfisksalat

Túnfisk át ég aldrei hér áður en eftir að ég ketóvæddist þá er það allt í einu rosa gott. Ég hef það brakandi ferskt og vil bit í það svo ég nota blómkál, hnetur og sellerí í mitt salat. Mæli með þessu.

innihald:

 • 1 dós túnfiskur í vatni
 • 2 soðin egg
 • 2 msk mæjónes
 • 1 msk sýrður rjómi
 • 2 stilkar sellerí
 • 1 góð grein blómkál
 • 1/3 rauðlaukur
 • lúka af alfa alfa spírum, má sleppa
 • 4-5 macadamiuhnetur niðurbrytjaðar
 • salt og pipar
 • skvetta af eplaediki

aðferð:

 • Skerið bara allt smátt niður og blandið saman.
 • Skerið hneturnar niður og dreifið yfir og alfa alfa spírum ef þið viljið.
 • Þetta salat er dásamlega ferskt og gott og alls ekki of mæjónesað.