Vöfflur þær allra bestu – vinsæl

Hér er fljótleg og góð uppskrift af vöfflum en hér nota ég rjómaost og möndlumjöl. Þessar eru ægilega góðar með smá súkkulaðismyrju en auðvitað góðar með sultu líka eða þessvegna smjöri og osti. Xanthan gum er náttúrulegt þykkingarduft sem hentar vel í hverskonar bakstur sem vanalega er með glúteini en þar sem við tökum það út þá er gott að bæta þessum trefjum við en þó ekki alnauðsynlegt. Þessar eru einstaklega mjúkar og bragðgóðar og unnu í smakkkeppninni á mínu heimili.

Innihald:

 • 120 g rjómaostur

 • 4 egg

 • 80 g möndlumjöl

 • 2 msk olía, t.d. MCT

 • 1 tsk vínsteinslyftiduft

 • 20 g Sweet like sugar, Nick´s eða sambærileg sæta

 • 2 tsk vanilludropar

 • 1/3 tsk Xanthan Gum

 • nokkur saltkorn

 • það má þynna með möndlumjólk eða smá vatni

aðferð:

 • Setjið allt hráefni saman í skál og þeytið saman, það er hægt nota góðan blandara í verkið og Thermomix vélin er náttúrulega snilld þegar kemur að því að mauka allt vel saman. Ef Thermo er notuð þá kom vel út að þeyta 2 mín / hraði 4 með, “fiðrildinu” Það er að sjálfsögðu líka hægt að þeyta þetta deig saman með handþeytara.
 • Hitið vöfflujárnið og látið deigið standa á meðan og “taka sig”
 • Bakið svo vöfflurnar hverja á fætur annarri, þessi uppskrift gerir um 8 þykkar og flottar vöfflur. Svona ekta sunnudagskaffiskammtur.