Vöfflur úr kökumixi

Já það er ótrúlegt hversu gott úrvalið er orðið hér á landi af lágkolvetna matvöru og fyrir þá sem elska ekki eins mikið að stússa í eldhúsinu eins og undirrituð þá kemur sér vel að geta keypt kassa með tilbúinni blöndu og skella í köku, vöfflur eða einhversskonar góðgæti á stuttum tíma. Þessi kökublanda frá Funksjonell er mjög vinsæl og ég hef náð að gera ótrúlegustu hluti með hana. Eplaköku, marmaraköku, sítrónuformköku, bláberjamuffins, vöfflur og möndlutertu með ekta bleikum glassúr svo eitthvað sé nefnt.

Hér eru uppskriftir sem væri hægt að nota ef þið veljið ykkur kökumixin góðu.

Vöfflur:

 • 1 pakki kökumix Funksjonell
 • 4 egg
 • 1 dl olía t.d. Mct olía
 • 2 dl möndlumjólk ósæt
 • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Hrærið einfaldlega öllu vel saman með handþeytara eða písk og steikið í vöfflujárni. Dásamlega einfalt.

Starbucks sítrónukaka

 • 1 pakki Kökumix frá Funksjonell
 • 4 egg
 • 1 dl vatn
 • 1 dl olía
 • 3 msk sýrður rjómi eða grísk jógúrt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk sítrónudropar
 • börkur af einni sítrónu

Aðferð:

 • Blandið öllu saman í hrærivél, setjið í aflangt kökuform, t.d. silikon. Bakið í 30 mín við 175 gráður. Kælið

Sítrónusíróp

 • Safi úr 1 sítrónu
 • 3 msk fínmöluð sæta, Sukrin Melis eða önnur sæta

aðferð:

 • Hitið í potti þar til sírópið hefur soðið niður, takið til hliðar þar til kakan er bökuð, stingið þá litlum götum hér og þar í kökuna og látið sírópið leka yfir toppinn þar til kakan hefur dregið til sín allan vökvann.

Glassúr:

 • 1 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
 • 60 g fínmöluð sæta, Sukrin Melis eða önnur fínmöluð sæta
 • 1-2 msk sítrónusafi, eftir þörfum

aðferð:

 • Blandið saman glassúr, t.d. í nutribullet því sætan er best fínmöluð og tilvalið að blanda kremið því í nutribullet eða sambærilegum blender.
 • Hellið glassúr yfir kökuna og látið stífna.

Bláberjamúffur

 • 1 pakki kökumix frá Funksjonell
 • 4 egg
 • 1 dl vatn
 • 1 dl olía
 • 3 msk grísk jógúrt eða sýrður rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 g bláber í deigið

Toppings kurl

 • 5 msk möndlumjöl
 • 1 msk möndluflögur
 • 3 msk Sukrin gold
 • klípa salt
 • 2 msk kókosolía

aðferð:

 • Blandið öllu í deigið vel saman og skiptið niður í muffinsform.
 • Hrærið öllu í toppings kurlið saman með gaffli og sáldrið yfir kökurnar.
 • Skiptið svo 50gr af bláberjum á milli og bakið eins og segjir á pakkanum 25-30 mín á 170° hita með blæstri.