Bláberjaskonsa eða kaka

Ég fjárfesti í Airfryer um daginn handa syni mínum, þetta var s.s jólagjöfin hans enda elskar hann franskar og skárra að hann eldi þær í Airfryer en að kaupa djúpsteiktar. Ég hafði þó ekki hugmynd um hversu mikil snilld þessi græja er fyrr en ég prófaði. Ég keypti mína í Costco, Philips mjög stór og fínn á um 18.000 kr og ég er búin að nota hann nánast á hverjum degi síðan um jólin. Ég gerði marengs, bakaði skinkuhorn, gerði graskerskartöflur, grænmeti, venjulegar kartöflur, kjúkling, kjöt og bakaði nú síðast skonsu með bláberjum. Þetta er algjör mega græja og tilvalin á lágkolvetnamataræðinu því í staðinn fyrir að fíra upp í bakaraofninum þá hitar maður bara þessa litlu græju fyrir litla skammta. Hér er uppskrift af mjög bragðgóðri skonsu með bláberjum. Geggjuð með kaffinu eða í brunch.

innihald:

 • 190 g möndlumjöl
 • 80 g Sukrin sæta
 • 8 dropar Sukrin stevíudropar
  (eða nota um 90 g Sweet like sugar sætu og sleppa stevíu)
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk salt
 • 1 stórt egg
 • 50 g kókosolía eða brætt smjör
 • sítrónubörkur af einni sítrónu
 • 1 tsk vanilludropar
 • 50 g bláber

aðferð:

 • Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél en skiljið eftir nokkur bláber.
 • Fletjið út deigið á smjörpappír sem passar í Airfryer eða á bökunarplötu.
 • Skerið kökuna í 8 geira létt með beittum hníf.
 • Dreifið bláberjum hér og þar í deigið og þrýstið létt ofan á.
 • Bakið í Airfryer í 20 mín á 160 °hita eða Bakið í ofni 180 °í 15 mín sirka eða þar til skonsan virðist fullbökuð í gegn.