Brauðbollur – Vinsæl

Það eru allskonar uppskriftir í gangi með husk trefjum og yfirleitt hef ég prófað þær með venjulegu möndlumjöli og eggjahvítum sem hefur komið ágætlega út eins og hér. Nú prófaði ég hinsvegar að breyta uppskriftinni og notaði fituskert möndlumjöl, nota því minna magn en bætti við smá olíu og prófaði að krydda með geggjuðu kryddi sem kallast Nigella fræ frá Kryddhúsinu. Það má líka nota kúmen eða annað krydd og þessar bollur komu svo ótrúlega vel út að ég ákvað að deila þessari uppskrift í minni útgáfu. Þessar bollur má nota sem hamborgarbrauð, samlokubollur, pylsubrauð, báta og hvað sem hentar.

Innihald:

 • 60 g fituskert möndlumjöl Funksjonell í dökkgrænum pokum
  EÐA nota 50 g möndlumjöl 10 g sólblómamjöl

 • 50 g Husk duft NOW í dollu, MIKILVÆGT en hægt að mala 50 g Husk í pokunum líka.

 • 2 tsk vínsteinslyftiduft

 • 1 tsk gróft sjávarsalt

 • 1 msk sesamfræ

 • 1 msk nigella fræ, Kryddhúsið eða nota kúmen

 • 3 eggjahvítur ( 1 dl)

 • 250 ml sjóðandi vatn

 • 2 tsk eplaedik

 • 1 msk kókosolía

 • hampfræ t.d. á toppinn, má sleppa

aðferð:

 • Blandið þurrefnum saman.
 • Bætið við eggjahvítum og sjóðandi vatni, ásamt kókosolíunni og eplaediki.
 • Þeytið í rúma mínútu, mótið 6 bollur, dýfið í hampfræ( má sleppa) og bakið í 180° heitum ofni með blæstri uppi og niðri, neðarlega í 55-60 mín. Ég prófaði að setja deigklumpinn á borð, skera hann gróflega í 6 kubba og baka þannig og þær lyftust jafnt og fallega. Mæli með að prófa það.