Camembert réttur

Það er svo kósý í skítaveðri að fá sér heitan og góðan ostarétt, brauðrúllu, brauðstangir eða djúsí camembert rétt, því ekki það. Hér er einn sem er fljótlegur, þarf ekkert að vanda sig við brauðgerðina og bara easy písí. Gott að gera heimagert chili mauk með honum og eiga fyrir næsta ostapartý.

Botn:

 • 3 egg við stofuhita
 • 90 g rjómaostur, eða smurostur að eigin vali
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 msk Husk
 • nokkur saltkorn

Aðferð:

 • Aðskiljið eggin í hvítur og rauður.
 • Þeytið eggjahvítur stífar með vínsteinslyftiduftinu.
 • Hrærið rjómaostinn/smurostinn og eggjrauður í annari skál þar til léttar og ljósar.
 • Blandið þá hluta af hvítunum saman við rauðurnar og veltið saman með sleikju.
 • Husk fer að lokum út í og öllu hrært varlega saman. Setjið þá toppa á smjörpappírsklædda plötu, notið matskeið í verkið. Dreifið úr þeim gróflega á plötuna en útlitið skiptir ekki öllu hér.
 • Bakið í 13-15 mín við 150°C með blæstri í næst efstu rim.

Fylling:

 • 1 Camembert ostur
 • 3 msk græn paprika í bitum
 • 3 msk rauð paprika
 • 2 dl rjómi
 • 1/2 kjúklingakraftsteningur eða grænmetis
 • 250 g skinka
 • pipar

Aðferð:

 • Skerið niður einn Camembertost og setjið í pott. Hrærið út í 2 dl af rjóma og leysið upp á vægum hita.
 • Bætið krafti saman við og því næst skinkunni
 • Rífið eggjabrauðið niður og dreifið í smurt eldfast mót. Hellið ostahrærunni yfir.
 • Dreifið paprikunni yfir og að lokum rifnum osti.
 • Bakið við 200°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er gylltur og fínn.