Chilikjúkingur – spicy

Það er endalaust hægt að leika sér með kjúklingarétti og hér er einn sem er alveg sérlega góður og fljótlegur. Það elska hann allir sem smakka og gott að bera fram hvítlauksbrauð með honum, blómkálsgrjón og grænt gott salat.

innihald:

 • 4 kjúklingabringur
 • 2 msk smjör, alls ekki spara smjörið
 • 1 tsk hvítlauksmauk eða 2-3 hvítlauksrif
 • 1 tsk chili mauk
 • 2-3 msk sykurlaus tómatsósa ( Felix )
 • 2 msk tómatpúrra
 • 1/2 fetakubbur eða 1/2 krukka fetaostur
 • 1-2 dl rjómi
 • 125 g sveppasmurostur
 • pipar og salt

aðferð:

 • Steikið bringurnar í bitum upp úr smjöri og hvítlauk. Takið til hliðar.
 • Setjið restina af uppskriftinni á pönnuna og látið malla í smá stund, bætið kjúklingnum aftur í sósuna og fulleldið.
 • Þessi réttur er góður með hvítlauksbrauði, og blómkálsgrjónum.

Hvítlauksbrauð

 • 2 egg
 • 200 g rifinn ostur
 • 2 msk möndlumjöl
 • 1 msk Pofiber
 • 1 tsk hvítlauksmauk

aðferð:

 • Hrærið saman með gaffli og dreifið á smjörpappír
 • Kryddið með steinselju og bakið á 220°hita með blæstri þar til gyllt og fallegt.