Ekta ömmupönnsur

Pönnsur með sykri, hver elskar ekki slíkar kræsingar ? LKL útgáfa var töfruð fram hér fyrir nokkru og voru þær jafngóðar með smá gervisætu sem og sykurlausri sultu og rjóma. Einfaldari getur uppskriftin ekki verið og ég mæli með að þú prófir. 

Innihald:

  • 4 egg
  • 120 g rjómaostur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 msk husk, má sleppa

aðferð:

  • Þeytið vel saman rjómaostinn og eggin, bætið við vanillu og husk ef þið viljið.
  • Hitið viðloðunarfría pönnu og setjið ögn af smjöri á hana.
  • Steikið svo þunnar pönnsur en verið þolinmóð þegar verið er að snúa þeim. Það er líka sniðugt að vera með tvær pönnur í gangi og hvolfa á milli svo þetta gangi sem best.
  • Berið fram með strásætu frá Good good eða sambærilegu, rjóma, berjum sykurlausri sultu eða bara því sem hentar best.