Hnetunammi með karmellu

Ég hélt að þessi væri löngu komin á bloggið en svo virðist ekki vera en þessi uppskrift er í uppskriftapakka nr 6 og hefur alltaf slegið í gegn. Hér er hún komin á bloggið og vonandi líkar ykkur vel. Það má nota möndlumjöl í þessa útfærslu eða heilar möndlur og mala sjálf en það er pínu smekksatriði. Þetta er svona ekta nammi til að eiga inni í ískáp eða frysti og fá sér í lok dags með kaffibollanum án samviskubits.

Innihald:

 • 200 g möndlur eða möndlumjöl
 • 50 g brætt smjör
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 2 msk Sukrin Gold

Millilag:

 • 100 g macadamiuhnetur

Karamella:

 • 100 g dökkt Fiber síróp gold
 • 50 g smjör
 • 2 dl rjómi
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 1/2 tsk vanilludropar

Súkkulaðibráð:

 • 100 g sykurlaust Cavalier súkkulaði
 • 1 msk Mct eða kókosolía
 • 1 tsk síróp Fiber síróp gold

aðferð:

 • Malið möndlur, brætt smjör, Sukrin Gold og salt saman í deig.
 • Þjappið deiginu í form sem er um það bil álíka stórt og A4 blað.
 • Brytjið makadamiuhneturnar gróft og dreifið yfir neðsta lagið.
 • Hitið smjör og síróp saman í potti þar til fer að krauma og dökkna, bætið þá rjóma út í pottinn og sjóðið niður í ca 20 mín eða þar til liturinn er fallega karmellubrúnn og áferðin í þykkri kantinum. Setjið að lokum salt og vanillu saman við og hrærið vel þar til allt er uppleyst.
 • Hellið karmellunni yfir hnetubotninn og frystið í 30 mín eða upp í 1 klst.
 • Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði, kókosolíu og síróp og hellið svo yfir frosið nammið. Kælið aftur og teljið niður þangað til þið getið smakkað.