Ís með karmellukurli

Jahh ef er ekki bara kominn hér hinn fyrirtaks jólaís, já eða bara ís fyrir þá sem sakna þess að fá sér öðru hvoru geggjaðan rjómaís á gamla mátann. Ég notaði karmellukurl úr karamellu og macadamium og þetta bragðast ótrúlega vel. Ég blandaði saman sírópi og Nick´s sætu í ísinn í þetta sinn og losna þannig alveg við “kalda” bragðið. Eins er Nicks blandan bæði með erythritoli og xylitoli svo ísinn helst mjúkur og fínn en xylitol frýs ekki eins mikið og önnur sætuefni. Nick´s vörurnar fást í Nettó.

karmellukurl

 • 125 g Sukrin gold síróp
 • 125 g Sukrin Gold sæta
 • 70 g rjómi ( ég nota laktósafrían)
 • 30 g smjör ósaltað
 • 100 g macadamiuhnetur

aðferð:

 • Hitið saman á pönnu allt nema hneturnar, látið malla í góðar 30 mín og passið að brenni ekki við.
 • Hellið grófsöxuðum hnetum á pönnuna og látið malla áfram í góða stund.
 • Ágætt er að setja smá karmellu á teskeið, dýfa í kalt vatn og ef hún helst á skeiðinni þá er karmellan klár.
 • Hellið þá blöndunni á smjörpappír eða í form og kælið eða frystið.
 • Brytjið niður í smáa bita og geymið í ísinn góða.

Ísinn sjálfur:

 • 250 ml laktósafrír rjómi
 • 40 g Nick´s sæta 1:1 Erythritol/ Xylitol fjólublár poki (eða Sukrin Gold)
 • 40 g Sukrin Gold síróp
 • 4 eggjarauður
 • 1 tsk vanilludropar
 • 50 g af karamellukurli, má sleppa

aðferð:

 • Þeytið eggjarauður,síróp, vanillu og sætuna saman þar til létt og ljóst.
 • Þeytið rjómann í annarri skál og blandið svo varlega saman með sleif.
 • Hellið um 50 g af hnetukurli ofan í blönduna og dreifið í eitt form eða frystið í fleiri litlum formum sem hentar mörgum vel.
Nick´s sætan fæst ásamt Nick´s vörunum í NETTÓ