Karamellur

Já að gera karamellur er búið að vera smá ferli hjá mér, ég hef gert þær með minna sýrópi, meira sýrópi, meira af rjóma, lengri tíma styttri tíma og allt frameftir götunum og margir sem gera sínar öðruvísi. Þessi heppnaðist vel núna og ég lét hana bara kólna í ísskáp. Það skiptir máli að sjóða vel og lengi niður svo hún þykkni hæfilega. Ég prófaði að gera ávaxtakarmellur úr Low Carb sport drykknum líka og ljósu sýrópi enda hafði Katla systir stungið upp á því fyrir nokkru svo ég prófaði. Kom mjög vel út.

Innihald:

 • 150 g sýróp dökkt Fiber
 • 50 g smjör
 • 2 dl rjómi
 • vanilluduft 1/3 tsk eða vanilludropar
 • gróft salt eftir smekk

Aðferð:

 • Hitið smjör í þykkbotna potti eða pönnu
 • Bætið sýrópi við og látið bubbla í nokkrar mín á frekar hærri hita þar til brúnast aðeins.
 • Hellið rjóma saman við og lækkið hitann, eldið niður í 20-30 mín, jafnvel lengur eða þar til karamellan er þykk.
 • Gott er að setja smá karmellu á teskeið og dýfa í kalt vatn til að athuga hvort hún sé klár. Ef hún lekur út í vatnið þá þarf að hita áfram.
 • Hellið svo karamellunni í form með smjörpappír.
 • Kælið, ég lét bara í ísskáp og það stífnaði þar.

aðferð með Thermomix:

 • Hitið smjörið í skálinni 2 mín/ hiti 110°/sleifarsnúningur
 • Bætið svo sýrópi út í ásamt, vanillu og rjóma og stillið á 50 mín/ hiti 120°/sleifarsnúningur. Ekki hafa mæliglasið ofan á lokinu.
 • Þegar karamellan hefur eldast er ágætt að kanna hvort hún haldist á skeið sem er stungið ofan í kalt vatn, ef ekki þá má bæta við tímann um 5 mín.
 • Hellið í form og kælið.

innihald ávaxtakaramella:

 • 150 g ljóst Fibersýróp
 • 50 g smjör
 • 2 dl rjómi
 • 2 msk Low Carb sportdrink