Kjúklingabollur með sweet chili sósu

Þessar bollur eru alveg geggjað góðar og upphaflega sá ég uppskriftina hjá Skinny Mixers bloggaranum en hún er ein frægasta Thermomix stjarnan um þessar mundir. Ég notaði auðvitað Thermomix í verkið en það má líka nota aðrar teg af matvinnsluvélum í þessa uppskrift. Ég gerði svo ægilega góða sweet chili sósu með þessu og allir á heimilinu voru yfir sig ánægðir.

Kjúklingabollur:

 • Rapur:
 • 100 g möndlumjöl
 • 20 g sesamfræ
 • 1 tsk laukduft
 • 1 tsk paprikuduft
 • 1 tsk oregano
 • salt og pipar
 • Bollur:
 • 500 g kjúklingabringur í bitum
 • 50 g parmesanostur
 • 100 g kúrbítur
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • salt og pipar

aðferð:

 • Byrjið á að útbúa raspinn, setjið allt innihaldið í raspinn í skálina Thermo og stillið á 10 sek/ hraði 6 , ef þið notið aðrar græjur þá blandið þið vel saman raspinu og setjið til hliðar.
 • Hellið raspinu í skál og byrjið á bollunum, það þarf ekki að þrífa skál á milli.
 • Setjið parmesan ostinn og kúrbít saman og saxið 10 sek/hraði 5
 • Bætið nú við kjúklingnum og kryddið og blandið saman 15 sek/hraði 6
 • Mótið nú litlar bollur úr deiginu og veltið upp úr raspinum.
 • Steikið bollurnar í olíu á pönnu, það má nota Airfryer ef þið eigið en mér fannst koma betra bragð með því að nota pönnu og olíu.
 • Leyfið bollunum að hvíla á meðan sósan er útbúin.

Sweet chili sósa:

 • 150 ml vatn
 • 50 g Sukrin gold
 • 50 ml rice vinegar , hrísgrjónaedik , Blue dragon t.d.
 • 1/2 tsk engifermauk, Blue dragon
 • 2 msk Tamari sojasósa
 • 1/2 tsk Xanthan gum
 • 1 tsk chilimauk, meira ef þið viljið vel sterka sósu
 • 3 hvítlauksgeirar marðir

aðferð:

 • Hrærið ölluinnihaldinu vel saman nema Xanthan gum, setjið í pott og látið suðuna koma upp, stráið þá Xanthan gum yfir og pískið vel áfram.
 • Þegar sósan hefur þykknað og er passleg þá hellið þið henni yfir eldaðar bollurnar og berið fram með blómkálsgrjónum. Fallegt er að dreifa smátt skornum blaðlauk eða vorlauk yfir bollurnar.