Macadamiubitar

Macadamiur eru geggjaðar hnetur sem henta lágkolvetnamataræðinu fullkomnlega. Það getur verið erfitt að nálgast þær og þær eru ekki ódýrustu hneturnar á markaðnum heldur. Ástæðan fyrir því er að það tekur 7-10 ár fyrir Makadamiutré að byrja að mynda hnetur og það er aðeins hægt að tína þær á ákveðnum tíma árs. Hneturnar eru fullar af bráðhollri fitu og eru lágar í kolvetnum.

botninn:

 • 100 g möndlur eða möndlumjöl
 • 50 g macadamiuhnetur
 • 60 g smjör ískalt
 • 70 g sæta td. Good good, Sweet as sugar

Aðferð botn:

 • Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél með nokkrum atrennum, athugið að hafa smjörið ískalt, deigið á að vera eins og mylsna.
 • Þjappið næst deiginu í smjörpappírsklætt form og bakið í 10-15 mín á 150° Kælið.

Fylling:

 • 180 g Monki hnetusmjör
 • 60 g smjör
 • 60 g fínmöluð sæta/ Good good, Sweet as sugar
 • 50 ml rjómi
 • 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð fylling:

 • Hitið smjör og hnetusmjör saman í örbylgjuofni eða í potti þar til mjúkt. Þeytið sætu, rjóma og vanilludropum saman við með
  handþeytara.
 • Hellið blöndunni yfir kældan hnetubotninn.

Súkkulaðihjúpur:

 • 85 g súkkulaði, t.d. 85% Cavalier eða 2 stk Choco Perfection Dark.
 • 2 msk smjör

Aðferð hjúpur:

 • Hitið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hellið yfir kælda hnetusmjörsfyllinguna og frystið.
 • Skerið í hæfilega
  bita. Gott er að strá grófu sjávarsalti yfir stykkin.