Marengsbomba úr sýrópi

Hér er á ferðinni bomba, í raun er þetta aðeins samsett uppskrift úr tveimur öðrum en ég nota karamellusósu sem ég nota oft og er í raun bara karamelluuppskriftin góða. Hinsvegar er marengsinn búinn til eins og pavlova eða marengstopparnir góðu en ég skal setja inn hlutföllin hér aftur svo ekkert fari á milli mála. Þessi marengs þarf hinsvegar annarsvegar að vera borinn fram strax þegar rjóminn er kominn á eða helst sólarhring eftir þegar tertan hefur staðið í ískáp í sólarhring. Annars vill hann verða ansi tyggjólegur. Hann er samt sjúklega góður á bragðið.

Ingredients

 • 60 g eggjahvíta eða um 2 hvítur

 • 375 ml sýróp clear frá Fiber

 • 2 msk fínmöluð sæta, Good good er mitt uppáhald

Directions

 • Hitið ofn í 90°með blæstri
 • Setjið innihaldið í hrærivélaskál og hitið í nokkrar mín yfir vatnsbaði og pískið á meðan þar til blandan er ljós og freyðandi.
 • Færið skálina yfir í standhrærivél og þeytið marengsinn þar til hann er stífur og fínn.
 • Mér finnst best að sprauta marengs í doppum á smjörpappírinn svo hann verði ekki of linur, þá nær hann að verða ansi stökkur og fínn.
 • Bakið tvo botna um 25 -30 cm í þvermál en þá þarf að baka í 2 klt og best að nota IKEA pizzugrindurnar ef þið eigið slíkar.
 • Ef botnarnir eru ekki byrjaðir að stífna eftir 2 tíma þá bakið áfram í 30 mín. Takið botnana út og látið þá kólna alveg áður en þið reynið að ná pappír undan.
 • Gott er að geyma botnana svo hægt er að baka þessa daginn áður eða hvenær sem er í rauninni.
 • Þegar kakan er sett saman þá mæli ég með að borða strax, eða geyma í sólarhring í ískáp. Gott er að þeyta einn pela af rjóma á milli botnanna og ég dreifði niðurskornum jarðaberjum yfir rjómann og dash af vanilludufti. Efri botninn settur ofan á og karamellusósu dreift yfir allt.

Ingredients

 • 2 dl rjómi

 • 100 g dökkt Fiber síróp

 • 50 g smjör

 • 1/2 tsk gróft sjávarsalt

Directions

 • Bræðið smjör og síróp á pönnu þar til það fer að krauma og dökkna aðeins.
 • Lækkið hitann og hrærið stöðugt í karamellunni. Hellið rjómanum yfir og látið karamellunna sjóða niður þar til þið eruð ánægð með áferðina og þykktina. Stráið grófu salti yfir í lokin og takið pönnuna af hellunni.
 • Leyfið karamellunni að kólna aðeins áður en henni er dreift yfir kökuna.