Tag: Marengs

Marengskaka með rjóma

Jæja enn ein uppskriftin af marengs, nú án síróps og þessi hefur tekist vel í hvert sinn. Það er bæði hægt að gera um 6 pavlovur úr deiginu, jafnvel 8 stk eða 2 botna sem duga í stóra tertu. Þessi er passlega sæt en svo er geggjað að setja súkkulaðikrem eða karamellusósu yfir. Ég skar […]

Júróbomba

Þessi sló rækilega í gegn á fyrri júrókeppninni en hún er auðvitað í fánalitunum, stútfull af gúmmelaði, marengs, kókosbollukremi og súkkulaði ásamt bláberjum og jarðaberjum. Þetta er í raun samsuða úr tveimur uppskriftum og lítið mál að græja fyrirfram. Mætti þess vegna frysta marengsinn og rjómann og skella svo saman rétt áður en þetta fer […]

Marengsbomba úr sýrópi

Hér er á ferðinni bomba, í raun er þetta aðeins samsett uppskrift úr tveimur öðrum en ég nota karamellusósu sem ég nota oft og er í raun bara karamelluuppskriftin góða. Hinsvegar er marengsinn búinn til eins og pavlova eða marengstopparnir góðu en ég skal setja inn hlutföllin hér aftur svo ekkert fari á milli mála. […]

Marengs-smjörkrem

Já sæll þetta klikkar ekki. Það er geggjað að gera fallegt smjörkrem á kökur og ég slefa hreinlega yfir fallegu kökumyndunum hjá Baunin mín og Hendur í höfn þessa dagana. Ég mun alrei ná þeirra tækni en með smá lagni og góðum sprautustútum þá er hægt að gera frambærilegar bollakökur og tertur og það verður […]

Marengs og mokkatoppar

Það getur verið smá bras að ná fram góðum marengs á lágkolvetnamataræðinu. Sætan freyðir dálítið og marengsinn á það til að falla í ofninum. Ég rakst hinsvegar á aðferð við að gera marengs úr sýrópi og hann svínvirkar. Marengsinn verður stökkur og ef það er settur á hann rjómi og ávextir þá bráðnar hann í […]