Marsipanhnappar

Þegar sætindapúkinn mætir á svæðið í öllu sínu veldi, gerist reyndar sífellt sjaldnar hjá mér þar sem blóðsykrinum er haldið í jafnvægi á þessu frábæra mataræði, en gerist þó stundum á ákveðnum tímum mánaðarins, þá er stórsniðugt að baka marsipanhnappa. Þetta er gert úr tilbúnu marsipani frá Sukrin sem fæst t.d. í verslun okkar systra. Það er einfaldlega skorið niður í sneiðar og fært á bökunarplötu. Þessar saklausu kökur eru algjör snilld þegar púkinn mætir og gott að luma á nokkrum svona í boxi í ískáp til að hafa með kaffinu.

marsipankökur:

  • 1 rúlla af Sukrin marsipan
  • 1 lítil plata af sykurlausu súkkulaði, choco perfection eða sukrin

aðferð:

  • Skerið niður marsipanið í þunnar sneiðar
  • Raðið sneiðunum á bökunarpappír og bakið kökurnar í 180° heitum ofni í um það bil 6-8 mín. Passið að kökurnar séu ekki mikið lengur í ofninum því þær brenna auðveldlega.
  • Takið plötuna úr ofninum og dreifið litlum súkkulaðibitum á hvert stk.
  • Látið súkkulaðið bráðna um leið og kökurnar kólna, dreifið þá úr því með teskeið. Kælið kökurnar og geymið í lokuðu boxi.