Öbbabolla úr brauðmixi

Fyrir þá sem nenna hreinlega ekki neinum bakstri en vilja njóta og borða fljótlega rétti eins og öbbabollur sem þarf lítið að hafa fyrir þá er algjör snilld að nýta sér brauðmixin frá Funskjonell. Ég blanda þeim saman við egg og bæti við smá fitu til að gera þau djúsí og hæf í örbylgjuofninn. Þetta bjargar mér alveg og ég þarf ekki að henda hörðum endum eða gömlu bökuðu brauði enda ein í fjölskyldunni sem borðar svona lágkolvetna brauð oft í viku. Þá er brauðið mitt alltaf fresh og nýbakað. Ég nota hér Chiablönduna en það má líka nota Prótein og Fiberblönduna í sömu hlutföllum.

innihald:

  • 25 g brauðblanda eða um 2 msk
  • 1 egg
  • 1 tsk mæjónes eða sýrður feitur rjómi 36%
  • svartur pipar eða annað gott krydd

aðferð:

  • Hrærið öllu saman þar til myndast hálfgerður grautur í ætt við hafragraut.
  • Hellið í eða gerið deigið í örbylgjuboxi t.d. frá Sistema sem fæst í Nettó eða notið örbylgjuvæn ílát.
  • Bakið í 2 mín í örbylgju, Sistema boxið á að hafa loftventilinn opinn ef þið notið það.
  • Ef þið notið bakaraofn eða airfryer þá þarf bollan aðeins lengri tíma á 180 gráðum.
  • Skerið niður og njótið með áleggi að eigin vali, hér er ég með pítusósu, papriku, kál og ostsneið.