Piparkökur

Já gömlu góðu piparkökurnar, þessar eru passlega stökkar en það er nauðsynlegt að nota fínmalað fituskert möndlumjöl í þessar ásamt venjulegu möndlumjöli.

innihald:

 • 60 g fituskert möndlumjöl Funksjonell
 • 80 g ljóst möndlumjöl ( fínmalaðar möndlur)
 • 1/2 tsk Xanthan Gum
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 1/2 tsk kanell
 • 1/2 tsk negull
 • 1 1/3 tsk engifer
 • 1/4 tsk múskat
 • 1/4 tsk svartur pipar
 • 100 g mjúkt smjör
 • 100 g Sukrin Gold
 • 1 egg

aðferð:

 • Hrærið saman Sukrin Gold þar til létt og ljóst.
 • Bætið við eggi og þurrefnum og hrærið vel ( það er gott að mala þurrefnin saman í matvinnsluvél til að ná fram fínna mjöli).
 • Setjið deigið í ísskáp og geymið helst yfir nótt.
 • Fletjið deigið út á góðu undirlagi, gott að dreifa möndluhveiti frá Funksjonell á borðið áður.
 • Fletjið deigið varlega út og skerið út kalla og kellingar eða það sem hugurinn girnist.
 • Bakið á plötu 5-10 mín á 180° með blæstri ef þið viljið nokkuð mjúkar kökur. 20 mín á 160° blæstri ef þið viljið stökkar kökur.

glassúr:

 • 100 g Sukrin Melis
 • 6 dropar Funksjonell Stevía
 • 30 g eggjahvíta
 • 1/3 tsk Xanthan Gum
 • 1/2 tsk piparmyntudropar

aðferð:

 • Hrærið öllu hráefni í glassúr saman og skreytið piparkökurnar að vild.