Hér er enn einfaldari útgáfa af rósakáli sem kom glettilega á óvart en Dóra Margrét vinkona mín benti mér á þessa uppskrift sem hún hafði flippað yfir á lágkolvetna vísu.
innihald:
- 500 g rósakál
- 3 msk ólífuolía
- 2 msk Nicks síróp með hunangsbragði
- 1 msk balsamik edik
- 1 og 1/2 msk rósmarín
- salt og pipar
- 2 msk pekan hnetur
aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C
- Blandið rósakálinu við olíu, síróp , edik og rósmarín, gott að nota rúma skál í verkið.
- Kryddið með salt og pipar hellið rósakálinu á bökunarpappír
- Bakið þar til karmelliserað í sirka 25 mín.
- Steikið hneturnar þurrar á pönnu og dreifið þeim svo yfir rósakálið smátt skornum.