Rósakál með rjóma og beikoni

Meðlæti sem gæti verið staðgengill brúnuðu kartöflunnar eða rófustöppunnar er stundum höfuðverkur en rósakál getur komið skemmtilega á óvart. Ég ætla að setja inn tvær mismunandi uppskriftir af rósakáli og vona að ykkur líki við þær. Þetta eru ólíkar uppskriftir en báðar mjög góðar.

innihald:

 • 150 g beikon
 • 2 msk smjör
 • 500 g rósakál má vera frosið, látið þiðna og skerið í tvennt
 • salt og pipar
 • 1/2 hvítlaukur Solo eða 2 rif saxaður
 • 200 ml rjómi
 • 1/2 tsk Xanthan Gum
 • 40 g rifinn mosarella ostur
 • 20 g rifinn parmesan ostur
 • rósmarín

aðferð:

 • Hitið ofn í 190°C
 • Steikið beikonið og setjið til hliðar. Steikið svo rósakál upp úr fitunni ásamt smjöri, salt og pipar.
 • Bætið við hvítlauknum, hrærið, hellið rjómanum yfir og lækkið hitann, þykkið ef það þarf t.d. með smá Xanthan gum.
 • Bætið beikoni saman við og ef pannan má ekki fara inn í ofn setjið réttinn í eldfast mót , stráið ostinum yfir, og bakið í ofni í um það bil 15 mín.
 • Kryddið með rósmarín í lokin.