Tómatsalsa með kóríander

Einn árið fengum við vinnufélaga Barkar í grill að einn makinn tók sig til og mætti með allt hráefni í salsa sem við gæddum okkur á með grillmatnum. Þetta einfalda salsa sló heldur betur í gegn og ég hef gert það reglulega síðan. Um helgina skellti ég í einn skammt fyrir hamborgarapartýið á ættarmótinu og það er kjánalegt hvað þetta smakkast vel. Persónulega finnst mér kóríander gera gæfumuninn en ég veit að það hentar ekki öllum að nota kóríander og einhverjir hafa vogað sér að líkja því við sápu og ilmvatn en fyrir þá gikki þá má nota ferska steinselju. Mæli með að prófa og algjört möst að nota ferskt lime út í þetta.

Ferskt Salsa:

 • 500 g tómatar, gott að nota kokteil eða litla sæta tómata

 • safi úr einu lime

 • búnt af fersku kóríander eða ferskri steinselju

 • 1 lítill rauðlaukur

 • 1 solo hvítlaukur eða 2-3 hvítlauksrif

 • gróft sjávarsalt eftir smekk

aðferð:

 • Saxið laukana smátt í matvinnsluvél eða með hníf
 • Saxið kóríander saman við og hrærið
 • Að lokum bætast tómatar saman við og gott að skera þá í litla bita eða enda á að að skella tómötunum í matvinnsluvélina og mauka stutta stund.
 • Bætið lime safanum saman við og kryddið með grófu sjávarsalti.
 • Berið fram með kjöti, hamborgara, grillmat, kjúkling eða setjið á vefjuna. Mjög bragðgott og best nýtt eða nokkurra klst gamalt úr kæli.