Marmarakaka Funksjonell

Stundum er algjör snilld að grípa í kökumixin frá Funksjonell til að flýta fyrir sér og svo eru þau alveg æðislega bragðgóð, bæði í vöfflur, sítrónukökur, möndlukökur og svo þessa frábæru marmaraköku sem klikkar ekki. Ég bæti alltaf við smá sýrðum rjóma og minnka vatnið og hún verður meiriháttar mjúk og góð fyrir bragðið. Ég bæti svo við 1 msk af kakói í hluta af deiginu og helli í lokin saman við ljósa hlutann. Þannig fæ ég flotta marmaraáferð í kökuna og allir elska hana.

innihald:

 • 1 pakki appelsínugula kökumixið Funksjonell
 • 4 egg
 • 1 dl vatn
 • 1 dl sýrður rjómi
 • 1 dl olía og ég notaði Steikingarolíu frá OLIFA
 • 1 tsk vanilludropar
 • Dökki hlutinn:
 • 1 msk kakó
 • 1/2 tsk möndludropar

aðferð:

 • Hrærið kökumixinu saman í hrærivél.
 • Hellið um 2/3 hlutum í aflangt silikonbökunarform.
 • Bætið við 1 msk kakó og möndludropum í afganginn af deiginu og hrærið. Hellið því eftir miðju endilöngu forminu ofan í ljósa deigið og dragið hníf zik zak í deigið 1-2 umferðir svo litirnir blandist fallega.
 • Bakið 30-40 mín samkvæmt upplýsingum á kassa, eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni.