Pönnsur sem klikka ekki

Það er mjög freistandi að detta í hveitipönnsur um helgar, lyktin maður úff.. en það er nákvæmlega ekkert mál að gera góðar lágkolvetnapönnukökur sem bragðast vel, eru bragðgóðar og mjög svipaðar í áferð og hveitikökurnar.

Innihald:

 • 120 g möndlumjöl
 • 2 egg
 • 80 ml vatn, það má gjarnan nota sódavatn
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 25 g olía t.d. Mct olía eða önnur olía
 • 1 tsk sæta, gott að nota Good good strásætu
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1/3 tsk salt
 • 1/3 tsk Xanthan gum, má sleppa

Aðferð:

 • Blandið öllum innihaldsefnum saman. Gott er að nota blandara eða matvinnsluvél í þetta. Thermomix kæmi hér vel að gagni.
 • Þeytið saman deigið og látið standa í 5-10 mín. Steikið næst pönnukökurnar upp úr olíu eða smjöri á viðloðunarfrírri pönnu.
 • Þessar eru góðar með sultu, sýrópi og berjum eða hreinlega smjöri og osti.