Sveppasúpa með timían og hvítlauksbrauð í Thermomix

Sveppasúpur eru alltaf góðar ekki satt, þessi smakkast eins og á fínasta veitingastað og alveg laus við allt hveiti og þykkingarefni. Er því glúteinlaus og bragðmikil með góðri fitu. Mæli með því að baka gott lágkolvetna brauð með henni. Ég gerði í þetta sinn útgáfu af brauðstöngum og notaði Fat head uppskrift sem kom nokkuð vel út. Ég fyllti brauðið af osti, dreifði hvítlauksolíu yfir allt og kryddaði vel. Það er búið að vera brauðstangaæði á instagram eftir að Erna Hrund setti inn sína útgáfu af brauðstöngum með deiginu frá Evu Laufey, ( ekki slæmt kombó þar ) en hér er hægt að gera þetta svona semí líkt en þó lágkolvetna.

Innihald:

 • 2 box sveppir eða um 400 g

 • 4 hvítlauksrif

 • 4-6 vorlaukar

 • 50 g smjör

 • 750 ml vatn

 • 250 ml rjómi

 • 2 súputeningar, sveppakraftur

 • 250 g sveppasmurostur

 • ferskt timian

 • salt og pipar

AÐferð með Thermomix

 • Setjið sveppi og lauka í skálina. Saxið 5 sek / hraði 6
 • Bætið við smjöri og látið vélina ganga í 3 mín / hiti 90° / hraði 2
 • Skafið niður úr hliðunum og bætið sveppaosti ofan í skál, blandið 10 sek / hraði 5 og notið sleifina til að blanda öllu vel saman.
 • Bætið vatni saman við og hitið nú í 15 mín / hiti 90° / hraði 2
 • Þeytið næst 20 sek / frá hraða 6-8 þar til súpan er vel blönduð
 • Bætið rjómanum við og hrærið 2 mín / hiti 90° / hraði 2
 • Kryddið til með salti og pipar og súpan er klár.

Innihald hvítlauksbrauð:

 • 200 g mosarella ostur

 • 2 msk rjómaostur

 • 80 g möndlumjöl
  eða 45 g fituskert möndlumjöl

 • 1 tsk edik

 • 1 egg

 • 1/2 tsk salt

 • 1/2 tsk vinsteinslyftiduft

aðferð með Thermomix:

 • Blandið öllu hráefni saman í skálina.
 • Stillið á 3 mín / 70 ° hiti / hraði 2
 • Skafið deigið upp úr skálinni og setjið í smjörpappír, leggið aðra örk yfir og fletjið örlítð út og mótið aflangt brauð eða pizzubotn.
 • Bakið við 180° með blæstri í um það bil 15-20 mín. Gott er að pensla brauðið með brauðstangaolíu, hvítlauksolíu eða hvítlaukssmjöri.
  Það mætti líka bæta við rifnum osti en þó ekki nauðsynlegt.