Hér kemur þriðja vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Hér er matseðill fyrir vikuna 21. -27. september Hér fyrir neðan eru linkar á allar uppskriftirnar á blogginu sem passa í matseðilinn.
Author: María Krista
Fiskibollur með brúnuðu smjöri
Fyrir þá sem þekkja mig vel þá vitið þið að ég borða yfirleitt ekki fisk, ég er með einhversskonar óþol fyrir fisk og gufa út fiskilykt í marga daga ef ég fæ mér fiskmeti sem er algjör synd því fiskur er góður. Ég læt mig þó hafa það öðru hvoru og nú langaði mig svo […]
Chilikjúklingur
Heitur og góður kjúklingaréttur sem klikkar ekki. Þessi er ofureinfaldur og hentar flestum á heimilinu hvort sem þeir eru á ketó eða ekki. Það má svo bara fram kolvetnaríkara meðlæti fyrir þá sem vilja það en útbúa salat og blómkálsgrjón fyrir hina. Þessi uppskrift kom fyrir á uppskriftaspjöldunum mínum og fær nú að fljóta með […]
Skúffukaka án mjólkurvara
Hún Ásdís Ragna grasalæknir skoraði á mig nú á dögunum að gera skúffuköku án mjólkur og ég stóðst það ekki að reyna og lítið mál að gera einfalda skúffu og skipta út mjólkurvörum. Það er að vísu smjör í kreminu en það mætti líka bræða sykurlaust súkkulaði með kókosolíu og nokkrum stevíudropum og hella yfir […]
Smá breytingar hjá Kristu !
Komið þið sæl, þetta er ekki uppskrift en tengist uppskriftum svo sannarlega. Fyrir um það bil 7 árum eða þann 24. febrúar 2013 þá opnaði ég blogg fyrir þá sem höfðu sýnt uppskriftabrasi mínu áhuga enda var ég nýbyrjuð að fylgja ketó mataræðinu og mjög dugleg að dreifa myndum af […]
Vikumatseðill nr 2
Hér kemur fyrsta vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Matseðill fyrir vikuna 14 – 20 september. Hér fyrir neðan eru linkar á allar uppskriftirnar á blogginu sem passa í matseðilinn.
Stroganoff nautakjötsréttur
Hér er á ferðinni ljúffengt Stroganoff sem ég geri oftast í Thermomix en það má að sjálfsögðu nota pott og pönnu í verkið. Ég mæli með blómkálsmúsinni góðu með þessum rétt en hana má finna hér: Print innihald: 20 g olía1/2 gulur laukur1 solo hvítlaukur eða 3 hvítlauksrif700 g kjöt, naut eða folald í bitum2 […]
Hakk og spaghetti bolognese
Nú er farið að hausta og þá er tilvalið að fá sér djúsý og bragðsterkan hakkrétt með kúrbít í stað hveitispaghettis. Það má líka nota soja pastað sem er frá Slendier en það fæst í Nettó. Ég elska þegar sósan rífur aðeins í og nota ég chilimauk eða zembal olek í hakkið til að fá […]
Bláberjasulta
Ég hef nú lítið verið fyrir sultur, en ég er hrifnari af chutney með ostum t.d. og sterkum chilihlaupum. Ég fékk hinsvegar nýtýnd ber frá mömmu og pabba og ákvað að gera sultu eins og ég gerði fyrir nokkrum árum og var með á blogginu mínu þegar ég byrjaði. Það þarf ekki mikla sætu með […]
Skyramísú
Ég verð iðulega fyrir áhrifum frá fólki í kringum mig eins og fleiri kannast líklega við og mögulega hef ég sjálf haft einhver áhrif á aðra svo þetta er líklega algengt. Ég þekki hana Evu Laufey aðeins og lít mikið upp til hennar enda er hún ótrúlega vel máli farin og klár dama. Hún er […]