Einfaldar og góðar súkkulaðimöffins með smjörkremi. Þessar eru afar góðar og minna helst á Betty Crocker. Ég setti smjörkremið góða á þær sem ég nota í lagkökuna góðu en bætti við kakó og smá kaffi. Mæli með þessum fyrir litla krakka, ef þið viljið ekki setja kaffi í kremið þá má nota heitt vatn. Print […]
Author: María Krista
Red Velvet kaka..
Enn eitt áhrifakastið sem ég varð fyrir þegar ég horfði á Evu Laufey mína etja saman þeim Tobbu Marinós og Júlíönu Söru í kökubakstri í þættinum Blindur bakstur. Þetta var hin besta skemmtun en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. ALLAVEGA… ég sá nú fljótt að kakan sem átti að baka var Red velvet kaka […]
Crépes með grjónafyllingu
Mér finnst svo gott að fá mér crépur öðru hverju og bara lyktin.. nammmm. Það er vel hægt að gera þær ketóvænar og meira að segja mjög auðvelt að græja sér, bæði sætar og undir eitthvað matarmeira eins og grjónafyllingu, skinku, beikon, sveppi og þessháttar. Ég set hér uppskrift af crépes sem duga í 2 […]
Fetaostabrauð
Ég sá story hjá henni Ragnheiði / Matarlyst fyrir nokkru en hún var að brasa við eitthvað ægilega jömmý brauð, með fetaosti !! Sæll krakkar. Ég sakna stundum að finna gerbragðið í brauði og nú sá ég tækifæri til að henda í eitthvað samsuð með fetaosti eins og Ragnheiður mín gerir. Haha bara bras auðvitað […]
Blaðlaukssúpa – rjómalöguð
Hversu einfalt er að skella í súpu úr einum blaðlauk ? Geggjað að nota hvítlauksost og þessi súpa er ein sú flótlegasta. Ég gerði mína í Thermomix en það er auðvitað hægt að blanda hana í potti og rífa niður ost og blaðlauk. Ég mæli með fetabrauðbollunum með henni, passlega saltað brauð og með góðri […]
Samlokubrauð
Já það er merkilegt hvað skortur á hráefni ýtir manni út í mikla tilraunastarfssemi. Núna um helgina langaði mig ægilega mikið í samlokubrauð með skinku og osti steikt á pönnu. Ég átti ekki til eitt einasta egg í ísskápnum en ég átti hvítur úr brúsa sem á prófaði að nota. Til þess að fá lyftinguna […]
Kryddbrauð Barkar
Já maðurinn minn hann er notaður sem tilraunadýr hér daginn út og inn og eitt af því sem hann fílar ekki við baksturinn minn er þegar ég nota HUSK og hörfræ. Það er í kryddbrauðinu sem er hér á síðunni svo ég ákvað að gera aðra útgáfu sem myndi þóknast herranum betur. Hann er mjög […]
Sítrónu ostasmámál 8 stk
Ég er þessi týpa sem elska lemoncurd, sítrónumarengs og tart og og límonaði, sítrónuostakökur, sítrónuformkökur.. já ok þið náið þessu..ég elska sítrónur !!! Ég hef oft gert þessa uppskrift í heilli tertu og hún er alltaf jafn fersk og góð en mér datt í hug að breyta aðeins hlutföllunum og búa til lítil smámál eða […]
Kjúklingasúpa – Ramen fyrir 2
Þegar ég vann með saumakonunum hjá Kötlu systur var ein japönsk á meðal starfsmanna sem heitir Mai og er tær snillingur, í matargerð og handverki. Ég dáðist alltaf að því sem hún var að malla sér í hádeginu á meðan hinar hituðu sér upp fisk eða pizzu gærdagsins þá var Mai í einhverjum ægilegum tilfæringum […]
Kjúklingatwister með barb-q
Sko það eru náttúrulega ekkert eðlilega girnilegir réttir hjá Paz.is og hún heillaði mig alveg upp úr skónum með kjúklingatwister með barb-q sem ég varð að endurgera. Það gengur náttúrulega ekki að nota hráefnin sem Paz notar en ég umbreytti bara og voila ekkert mál, jú ok smá bras að baka vefjur og sona en […]