Author: María Krista

Vatnsdeigsbollur með perum og súkkulaðirjóma

Nú styttist í bolludaginn og ég hef birt þessa uppskrift áður með jarðarberjasultu frá Good good en núna breytti ég örlítið um innihald. Mér fannst svo spennandi að gera bollur með perum og súkkulaðirjóma, ekta perutertu fíling. Ég gerði bolluuppskriftina í Thermomix en það má líka nota pott og hrærivél að sjálfsögðu. Fyrir þá sem […]

Konudagsbomba með saltkaramellu og súkkulaðihjúp

Já hljómar þetta ekki vel bara. Í rauninni er ég hér að velja saman nokkur atriði úr öðrum uppskriftum hér á síðunni og steypa saman í nýjan desert. það er auðvitað hægt að gera þessa sem köku og baka þá í einu formi, hella karamellu yfir, frysta, og setja svo hjúpinn yfir. Mér fannst bara […]

Pylsubrauð eða Hlölli!!

Þessi uppskrift er af síðunni Diet doctor og ég leyfði mér að henda henni hér inn með ponki twisti. Ég vildi hafa smá sætt bragð af pylsubrauðinu og setti smá sætu í deigið. Annars er hægt að leika sér með þessa uppskrift að vild. Krydda, móta bollur, langlokur eða pylsubrauð í þessu tilfelli. Deigið er […]

Pizza með skyri

Jebb þið lásuð rétt, próteinpizzan sem hún Helga Magga hefur verið að deila með fylgjendum sínum er hér komin í ketóvænan búning. Það gengur ekki að hafa hveiti í botninum eins og Helga Magga gerir en hér er hún með möndlumjöli og hafrafiber. Ótrúlega einfaldur botn, ekkert hita osta neitt og engin egg svo það […]

Ostakaka á brownie botni með marmaraganache

Já ekkert smá langt nafn á köku en þetta er svo mikil bomba að hún þarf langt nafn. Hún er samt ekki eins flókin og hún hljómar, langt í frá. Það fer töluvert af rjómaosti í hana en hún er mjööög saðsöm og myndi duga í stóra veislu, eða saumaklúbb og afganga í nokkra daga […]

Eggaldin smápizzur

Ég hélt að ég væri löngu búin að setja inn þessa uppskrift en svo er þetta kannski ekki mikil uppskrift, heldur meira aðferð. Ég sem sagt elska að borða svona eggaldinsmápizzur og nota eggaldin líka sem lasagna plötur. Það er hægt að setja allskonar álegg á eggaldin pizzur, gera þær suðrænar og flottar með muldum […]

Súkkulaðidraumur Rósu frænku

Hæ hæ, ég fæ oft hugmyndir útfrá uppskriftum hjá öðrum enda ekki annað hægt þar sem allir og amma þeirra eru að gera frábæra hluti. Samsetningar á tertum, nýjar pizzutýpur og útfærslur á hverskyns góðgæti. Ég sá einmitt svo girnilega köku hjá Veganistum um daginn sem ég slefaði yfir og langaði að gera svona samsetningu […]

Skyrdesert – áfram Ísland dugar fyrir 4-6

Mig langaði að útbúa eitthvað ferskt og gott fyrir leikinn í kvöld og fannst tilvalið að hafa hann í fánalitunum. Ég notaði hreint KEA skyr og rjóma, sætu og svo bjó ég til gott hnetukurl í botninn og hitaði frosin hindber í toppinn. Blái liturinn kom með ferskum bláberjum sem ég setti sem millilag. Mæli […]

Kjötbollur með sveppasósu og brokkolí

Ég man að meðal fyrstu ketó réttanna sem ég smakkaði var eftir uppskrift frá Gunnari Má sem kenndi mér fyrstu skrefin í lkl mataræði og síðar meir ketó. Hann átti einstaklega auðvelt með að setja fram einfaldara uppskriftir sem litu girnilega út og þar á meðal voru þessar einföldu kjötbollur. Ég reyndi að gera svipaða […]

Kjúklingur í alfredo sósu með pasta

Þeir sem sakna þess að borða pasta gætu fundið hér ágætan staðgengil en það er mjög gott að nota Slendier pastað þegar söknuðurinn í pasta bankar, eins er hægt að finna konjak núðlur, kúrbítspastastrimla eða búa til hvítkálsstrimla á pönnu ef það hentar betur. Sósan er hinsvegar mjög bragðgóð og einföld og mæli með að […]