Author: María Krista

Ostasalat einfalt og gott

Ostasalat er með því betra og þar sem ég mætti með nokkra rétti með mér í Eurovision partýið fyrir nokkru þá ákvað ég að skella í ostasalat í leiðinni. Það er nú ekki mjög flókið að græja slíkt en í þessu tilfelli ákvað ég að sæta það með Nicks hunangs sírópi og notaði vorlauk til […]

Brauðréttur með chorizo og ostasósu

Það er ekkert eins gott að heitir brauðréttir og nýverið rakst ég á uppskrift frá Gotteri og gersemar sem virkaði mjög svo spennandi. Ég ákvað að prófa að snara henni yfir á ketó/lkl vegu og mikið sem þetta var GEGGJAÐ. Ég notaði nýtt Lava cheese sem “topping” og það kom ótrúlega vel út en Berglind […]

Pastasalat með kjúkling, pestó og grænmeti

Hver kannast ekki við að skjótast í ferðalag með stuttum fyrirvara eða bústað en þá er tilvalið að henda í þetta einfalda pastasalat sem er mjög mettandi og þægilegt að grípa í og hentar öllum. Það má nota sósu með því eða bara borða beint upp úr skálinni en pastað er mjög lágt í kolvetnum […]

Kókosís án eggja, ferskur og fínn

Já ketóísar eru oftast gerðir úr eggjum en hér er á ferðinni eggjalaus kókosís með bounty stykkjum frá Good good. Mæli með að prófa og auðvitað er hann sykurlaus. Print Innhald: 300 ml laktósafrír rjómi1 dós kókosmjólk feit, ekki taka fatfree, kælið í nokkra klt eða yfir nótt50 g fínmöluð sæta, Good good1/3 tsk kanill […]

Eplakaka á hollari mátann

Já það er kannski ekki hægt að kalla þessa köku ketó, en hún er í það minnsta töluvert lægri í kolvetnum en þessar hefðbundnu eplacrumble kökur og að sama skapi, glúteinlaus, eggjalaus og auðvitað án sykurs. Eplin eru náttúrulega sæt en ég myndi alveg leyfa mér disk af þessari á góðum degi. Mæli með að […]

Búðingur úr hnetusmjöri

Ef það er smá sætindaþörf í manni á kvöldin og allt öskrar á smá sætt á tunguna þá er þessi einfaldi desert alveg tilvalinn. Ef þú þolir hnetusmjör allavega það er að segja. Mæli með að prófa ef þú ert hnetusmjörsunnandi. Þessi uppskrift var mjög vinsæl á gamla blogspot blogginu og eflaust einhverjir sem kannast […]

Hnetusmjörskúlur “M&M”

Þessi færsla er unnin í samstarfi með Good good Já þessar smakkast eins og fylltar m&m kúlur án gríns… ég er að nota hnetusmjör frá Good good sem er væntanlegt hér á landi en þetta er með því betra sem ég hef smakkað. Þið getið auðvitað notað aðrar týpur en ég mæli með að prófa […]

Súkkulaðikaka með kúrbít

Ég hef gert nokkrar kökur með kúrbít áður og skúffukökur en þessi útgáfa er að koma ansi vel út, ekki of mörg egg, ekki hnetumjöl fyrir þá sem hafa ofnæmi heldur einungis kókoshveiti, mæli með að nota Funksjonell kókoshveiti ekki annað. Notið svo kúrbít með hýðinu og ekki segja neinum frá því að það sé […]

Súkkulaðimús, einföld og góð

Ég ákvað loksins að halda langþráðan matarklúbb eftir langt framkvæmdartímabil og enga aðstöðu til eins eða neins og langaði að gera einhvern geggjaðan desert fyrir fólkið. Fyrir valin varð súkkulaðimús með dash af koníaksdreitil og góðu sykurlausu súkkulaði en sætan sem ég notaði er ný tegund af “flórsykri” frá Good good sem framleiðir að mínu […]