Matur

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Mexíco skál með hakki

Ég elska guacamole og oftast tengi ég mexícomat við burrito og flatkökur einhversskonar en það þarf auðvitað ekki að troða kolvetnum og brauði í alla rétti heldur bara borða þá með gaffli eins og salat. Það var pælingin með þessari skál enda eru hverskonar “skálar” orðnar ótrúlega vinsælar út um allt. Þessi réttur er algjör […]

Calzone pizza

Pizza pizza.. Börkur minn elskar Calzone pizzu með skinku og sveppum og hefur ósjaldan pantað slíka á veitingastöðum. Ég ákvað að prófa og gerði tvær mismunandi tegundir af brauði í þessari tilraun. Ég endaði á því að nota ostadeigið sem ég notaði í Hvítlauksbátana enda er það bara mjög svo gott deig, sérstaklega þegar ég […]

Flatbrauð og kryddaður hakkréttur

Ég fékk ábendingu um daginn frá Berglindi vinkonu hjá Eldhústöfrum en hún var að benda mér á flotta flatbrauðsuppskrift sem má finna á Cookidoo vefsíðunni, þessari sem geymir um 60.000 uppskriftir sem hægt er að nálgast í gegnum Thermomix vélina, hversu svalt !!! Allavega uppskriftina er hægt að gera með eða án Thermomix og ég […]

Fiskibollur með brúnuðu smjöri

Fyrir þá sem þekkja mig vel þá vitið þið að ég borða yfirleitt ekki fisk, ég er með einhversskonar óþol fyrir fisk og gufa út fiskilykt í marga daga ef ég fæ mér fiskmeti sem er algjör synd því fiskur er góður. Ég læt mig þó hafa það öðru hvoru og nú langaði mig svo […]

Chilikjúklingur

Heitur og góður kjúklingaréttur sem klikkar ekki. Þessi er ofureinfaldur og hentar flestum á heimilinu hvort sem þeir eru á ketó eða ekki. Það má svo bara fram kolvetnaríkara meðlæti fyrir þá sem vilja það en útbúa salat og blómkálsgrjón fyrir hina. Þessi uppskrift kom fyrir á uppskriftaspjöldunum mínum og fær nú að fljóta með […]

Stroganoff nautakjötsréttur

Hér er á ferðinni ljúffengt Stroganoff sem ég geri oftast í Thermomix en það má að sjálfsögðu nota pott og pönnu í verkið. Ég mæli með blómkálsmúsinni góðu með þessum rétt en hana má finna hér: Print innihald: 20 g olía1/2 gulur laukur1 solo hvítlaukur eða 3 hvítlauksrif700 g kjöt, naut eða folald í bitum2 […]

Hakk og spaghetti bolognese

Nú er farið að hausta og þá er tilvalið að fá sér djúsý og bragðsterkan hakkrétt með kúrbít í stað hveitispaghettis. Það má líka nota soja pastað sem er frá Slendier en það fæst í Nettó. Ég elska þegar sósan rífur aðeins í og nota ég chilimauk eða zembal olek í hakkið til að fá […]

Pizza sem allir geta gert

Það þekkja orðið flestir Ketóar þetta hugtak “fathead” það hljómar alls ekki vel í mínum eyrum en þarna er átt við deig sem er að mestu úr osti. Ég er með nokkrar svona uppskriftir hér á síðunni og hér er ein þeirra sem er bara mjög passleg fyrir pizzu. Ég gerði hér 3 litlar pizzur […]

Shakshuka – eggjaréttur

Shaksuka er miðjarðarhafsréttur frægastur líklega í Ísrael og er að gera allt vitlaust um þessar mundir. Rétturinn inniheldur egg, tómata, ólífuolíu, chili, lauk og hvítlauk og er yfirleitt kryddaður með kúmeni, cumin, parpiku, oregano og fleiri gómsætum kryddum. Ég elska að nota kryddin frá Kryddhúsinu og þau pössuðu öll svo vel í þennan rétt. Þessi […]

Nautakjöt og brokkolí “stir”

Það er ekki lengi verið að skutla saman í þennan rétt get ég sagt ykkur og rétturinn sló alveg í gegn hjá öllum aldurshópum. Sósan er gerð úr Tamari soya sósu sem er glúteinfrí, sukrin gold og sesamolíu sem er eiginlega alveg must. Það þurfti ekki mikið af nautakjöti í réttinn því brokkolíið og paprikan […]