Póstur dagsins er nú meira mixið. Tengdadóttirin Guðrún var að leika sér að breyta pylsubrauðsuppskriftinni minni og gera sér kanilsnúða um daginn og ég ákvað að taka þá tilraun aðeins lengra og prófaði. Ég bætti auðvitað aðeins við til að flækja hlutina og breytti smá en svo hafði ég séð snúða frá Paz sem voru […]
Sætindi
Marengs með mascarpone ostafyllingu og berjacompot
Ég fékk fjölskylduna í mat í gær og langaði að hafa eitthvað einfalt sem hentar öllum í eftirrétt. Ég átti til eggjahvítur og ákvað að skella í einfaldan marengs, aðeins minni uppskrift en 2 botna marengstertan og ákvað að prófa nýja mascarpone ostinn í fyllinguna. Ég var enga stund að þeyta upp marengsinn en hann […]
Súkkulaðiostakaka- eggjalaus og óbökuð
Já þessi er alveg fáránlega djúsý og góð. Hana er hægt að gera að morgni og bera fram um kvöldið en best er að leyfa ostakökum að vera í kæli í sólarhring. Það þarf ekkert að baka þessa ólíkt þeirri með Oreobotninum og hún er merkilega einföld og alveg eggjalaus. Það eru aðeins 100 g […]
Skúffukaka án mjólkurvara
Hún Ásdís Ragna grasalæknir skoraði á mig nú á dögunum að gera skúffuköku án mjólkur og ég stóðst það ekki að reyna og lítið mál að gera einfalda skúffu og skipta út mjólkurvörum. Það er að vísu smjör í kreminu en það mætti líka bræða sykurlaust súkkulaði með kókosolíu og nokkrum stevíudropum og hella yfir […]
Bláberjasulta
Ég hef nú lítið verið fyrir sultur, en ég er hrifnari af chutney með ostum t.d. og sterkum chilihlaupum. Ég fékk hinsvegar nýtýnd ber frá mömmu og pabba og ákvað að gera sultu eins og ég gerði fyrir nokkrum árum og var með á blogginu mínu þegar ég byrjaði. Það þarf ekki mikla sætu með […]
Skyramísú
Ég verð iðulega fyrir áhrifum frá fólki í kringum mig eins og fleiri kannast líklega við og mögulega hef ég sjálf haft einhver áhrif á aðra svo þetta er líklega algengt. Ég þekki hana Evu Laufey aðeins og lít mikið upp til hennar enda er hún ótrúlega vel máli farin og klár dama. Hún er […]
Súkkulaðiostakaka með „Oreo“ botni
Jæja uppskrift af tjúllað góðri ostaköku coming up !! Þessi kaka er svo einföld að það er vandró. Botninn er ekki flókinn og bakaður í 15 mín sirka og fyllingin þeytt í handþeytara eða hrærivél lítið mál. Hellt í botninn, kælt og svo er erfiðasti parturinn, leyfa henni að bíða í kæli í nokkra tíma, […]
Marssúkkulaði
Það er nú hreinlega ekkert sem er ekki hægt að snúa á sykurlausa vegu ef þið spyrjið mig. Hér er á ferðinni súkkulaðistykki sem smakkast eins og mars, eða kannski eins og marssúkkulaði og fílakarmellur í bland en það fer pínu eftir hversu dökkt súkkulaði er notað til að húða stykkið. Þetta er nokkuð fljótleg […]
Marengskaka með rjóma
Jæja enn ein uppskriftin af marengs, nú án síróps og þessi hefur tekist vel í hvert sinn. Það er bæði hægt að gera um 6 pavlovur úr deiginu, jafnvel 8 stk eða 2 botna sem duga í stóra tertu. Þessi er passlega sæt en svo er geggjað að setja súkkulaðikrem eða karamellusósu yfir. Ég skar […]
Möndlukökur þessar bleiku
Nomm þið hafið eflaust flest smakkað möndlukökur með bleikum glassúr. Þær eru svo góðar með kaffinu en auðvitað stútfullar af sykri. Ég ákvað að búa til sykurlausa útgáfu án glúteins og hveitis og þessar smakkast bara nákvæmlega eins og þær sem við þekkjum en bara algjörlega sykurlausar. Bleikur glassúr og málið er dautt. Ég notaði […]