Author: María Krista

Vikumatseðill nr 7

Hér kemur sjöunda vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Matseðill vikuna 19. – 25. október. Hér fyrir neðan eru linkar á allar uppskriftirnar á blogginu sem passa í matseðilinn. Fiskibollur í brúnuðu smjöri Kjúklingasúpa með kúrbít […]

Fylltar paprikur

Það er svo gott að borða “kósýmat” eða svona sem yljar manni í mallakút. Kjöt, sósa, ostur, grænmeti gott krydd.. hversu skotheldt getur það verið ? Ég gerði þennan fína rétt um helgina og bauð barnabarninu, hún sagði fyrst þegar ég bar þetta á borð, …mmm góð lykt, er þetta kattamatur ? En ok ok […]

“Twix” súkkulaðistykki

Fyrst voru það snickersbitarnir, marsstykkið og nú Twix ? Já það er ekkert flókið að vera á sykurlausu mataræði þegar hægt er að útbúa svona mikið af góðgæti til hátíðarbrigða. Já ég segji spari því allt ketónammi getur ruglað í kerfinu okkar og kallað á meira af sætindum hjá einhverjum. Þó er það ekki algilt […]

Gúllash með blómkálsmús

Sonur minn er einstaklega hrifinn af gúllashinu hjá ömmu sinni sem er borið fram í brúnnu sósu og með soðnum gulrótum. Hann bað mig að elda þannig rétt og auðvitað geri ég það sem barnið biður um. Ég fékk þó að velja aðferðina og ákvað að nota osta til að gera sósuna en ekki hvað. […]

Vikumatseðill nr 6

Hér kemur sjötta vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Matseðill vikuna 12 -18 október. Hér fyrir neðan eru linkar á allar uppskriftirnar á blogginu sem passa í matseðilinn. Mánudagur:Grjónagrautur Þriðjudagur:Mexíco skál með hakki Miðvikudagur:Brokkolíbaka Fimmtudagur:Kjötbollur með […]

Mexíco skál með hakki

Ég elska guacamole og oftast tengi ég mexícomat við burrito og flatkökur einhversskonar en það þarf auðvitað ekki að troða kolvetnum og brauði í alla rétti heldur bara borða þá með gaffli eins og salat. Það var pælingin með þessari skál enda eru hverskonar “skálar” orðnar ótrúlega vinsælar út um allt. Þessi réttur er algjör […]

Babe Ruth kaka án sykurs

Já auðvitað er hún án sykurs, eins og allt hér inni. En þessi kaka er í anda mömmu sem bakaði nánast alltaf Babe Ruth kökur fyrir saumaklúbbinn sinn. Ég elska hnetur og súkkulaði og salt er punkturinn yfir i-ið. Þessi kaka er geggjuð með þeyttum rjóma og auðvelt að gera. Það eru um 15 g […]

Brauð með makadamium

Ég prófaði að gera brauðuppskrift í Thermomix fyrir stuttu sem er eftir Flavcity en það er heimasíða sem er í umsjá þessa gæja. Hann var að bætast í hóp margra sem eru að útbúa uppskriftir fyrir Thermomix vélina og þessi uppskrift er einmitt inni í vélinni. Ég á ekki heiðurinn af uppskriftinni en mig langar […]

Vikumatseðill nr 5

Hér kemur fimmta vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Hér er matseðill fyrir vikuna 5.október – 11.október . Hér fyrir neðan eru linkar á allar uppskriftirnar á blogginu sem passa í matseðilinn.

Kókosbitar

Ég er alveg orðin hooked á þáttum á HULU sem heita The Fosters og svo er framhaldið kallað Good Trouble en þá er fylgst með 2 aðalkvenleikurunum halda áfram út í lífið með tilheyrandi drama og skemmtilegheitum. ELSKA þetta. En í einum þættinum var Marianna að útbúa kókosbita fyrir vinnustaðinn og ég féll fyrir þessu […]