Jæja er búið að raða niður á hátíðardagana ? Nú er ráð að fara að versla í það sem þarf um jólin og áramótin og hvernig væri að skella í eina létta Wellington steik ? Ég prófaði að viða að mér hugmyndum héðan og þaðan og setti saman þessa fínu máltíð sem rann ljúft niður. […]
Jólauppskriftir
Lakkrísmús “inspo Þristamúsin fræga”
Jæja það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að Simmi Vill og kokkurinn hans útbjuggu Þristamús sem farið hefur eins og eldur um sinu og landinn keppist við að panta sér eina slíka. Ég ákvað að skoða þessa uppskrift, sá hjá nokkurn veginn hlutföllin á henni hjá Berglindi á gotteri.is sem deildi uppskriftinni þeirra […]
Flórentínur
Ég hef oft pælt í því hvernig svona Flórentínur smakkist, ég hef smakkað blúndukökur og fannst þær ágætar en ekki smakkað hefðbundnar Flórentínur. Þetta eru samt í grunninn mjög einfaldar kökur og minna á snickers eða karmellu svo ég ákvað að henda í ketó/lkl útgáfu og prófa. Það á að vera appelsínubörkur í kökunum og […]
Ketórúgbrauð ljóst og dökkt
Eða þannig, minnir kannski meira á Dinkelbergerbrauð sem er einmitt snilld undir smörrebrauð. Það var stemmingin í dag og búin að vera undanfarna daga. Brauð með hamborgarhrygg, roastbeef, eggjum, salati og allskonar gúmmelaði. Hlýtur að vera eitthvað danskt andrúmsloft í kringum okkur. Eða bara jólastemmingin. Allavega er hér uppskrift af brauði sem virðist vera ekkert […]
Íshringur með piparkökum og karamellu
Ég fæ innblástur á hverjum degi frá umhverfinu, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, sjónvarpsþættir, pinterest eða eitthvað sem ég sé úti í búð. Í þessu tilviki sá ég kynningu á nýjum ís frá ungum strák sem rekur eigið fyrirtæki, Svansís. Hann mun vonandi henda í ketóís einn daginn en þangað til þá ákvað ég að […]
Hálfmánar með sultu
Það er mjög rík hefðin í kringum hálfmána og fyrir þá sem eru á lágkolvetna eða ketó mataræði þá eiga hálfmánarnir frá ömmu engan vegin upp á pallborðið … EN það er hægt að komast nálægt þeim með smá tilfæringum fyrir þá sem geta hreinlega ekki sleppt þeim og ég prófaði 2-3 skipti og endaði […]
Kaneldúllur með rjómaosti
Þessar smákökur eru oft kallaðar “snickerdoodles” en það eru svona sykurkökur með kanel, stökkar að utan en mjúkar að innan. Til að ná þessum áhrifum þá notaði ég rjómaost og velti þeim svo upp úr kanilsætu. Ég sá Evu Laufey gera svona kökur í jólaþættinum og ákvað að prófa eitthvað svipað. Þær heppnuðust mjög vel […]
Rommkúlur
Namm ef þið elskið romm þá munið þið fíla þessar. Þær minna svolítið á gráfíkjur áferðin þar sem konfektið er með chia fræjum sem eru náttúrulega bara holl og góð svo jólakonfektið í ár er í raun bara vítamín !!! Það var afar fljótlegt að skella í þessar Print Innihald: 60 g pekanhnetur80 g fínmöluð […]
Trönuberjakökur, lágkolvetna
Þessar kökur eru kannski ekki ketó en þær eru sykurlausar og glúteinfríar sem hentar eflaust mörgum sem vilja gæða sér á góðum hafrakökum yfir jólin án þess að finna loðna tungu og bólginn mallakút. Ég notaði 40 g af trönuberjum í alla uppskriftina og fékk um 12 kökur úr henni. Ég breytti henni örlítið frá […]
Kókostoppar jóló jóló
Þessir kókostoppar eru einstaklega einfaldir enda ekki erfitt að breyta hefðbundnum uppskriftum þegar hveiti er ekki í uppskriftinni. Ég var enga stund að skella í þessa en mér fannst mjög gott að rista helminginn af kókosmjölinu áður en það fór saman við. Munið líka að þeyta og þeyta og þeyta egg og sætu til að […]