Þessi uppskrift er afar fljótleg og þægileg fyrir þá sem vilja eiga gott “helgarnammi” eða fitubombur í ískápnum. Í það er notað hnetumjöl og nýja sírópið frá Funksjonell sem er bæði glúteinlaust og lægra í hitaeiningum. Alltaf gott að fá betrumbætta vöru í hús. Bragðið er mjög líkt eldri týpunni en ég er bæði búin […]
Thermomix uppskriftir
Aspassúpa frá grunni í Thermomix
Ég átti leið í Nettó eins og svo oft áður á leið heim úr vinnu eða öðru stússi og ætlaði svo sannarlega ekki að hafa súpu á föstudegi en þegar ég sá aspasbakkana í grænmetisdeildinni, þessa litlu krúttlegu þá stóðst ég ekki mátið og kippti með mér heim knippum af aspas. Það yrði bara súpa […]
Blómkálsrisotto í Thermomix
Blómkál er hægt að matreiða á ýmsa vegu og meðal annars er hægt að gera hálfgert risottó úr því eða blómkálsottó. Það var kona hjá mér á námskeiðinu um daginn sem sagðist nota piparost og sveppaost í sitt blómkál og ég varð auðvitað að prófa. Ég notaði Thermomix græjuna í verkið sem einfaldaði mér lífið […]
Hnetunammi í Thermomix 6
Já það fer líklega ekki framhjá neinum að ég á mjög fjölhæfa matvinnsluvél. Hún kallast Thermomix og nú var að bætast við í fjölskylduna nýjasta útgáfan eða TM6 , ég á TM5 og hún er algjörlega fullkomin nema hvað að í nýju vélinni er netið innbyggt og aðgengi að yfir 40.000 uppskriftum sem er mjög […]
Kúrbítskryddbrauð með valhnetum í Thermomix
Kúrbítur er eitt af uppáhaldsgrænmetistegundunum mínum. Það er hægt að baka úr honum súkkulaðitertur, brauðbollur, nota í spaghetti, lasagna og svo margt fleira. Núna notaði ég hann í kryddbrauð með valhnetum og það kom mjög vel út. Ég nota að sjálfsögðu Thermomix græjuna í allt ferlið en það er að sjálfsögðu hægt að rífa niður […]
Pizzabitar með sósu í Thermomix
Ó mæ það er svo gott að hafa eitthvað til að narta í á kvöldin og ekki verra ef það er hægt að gera á fljótlegan hátt. Ég leitast við að spara sem mest af kolvetnum í uppskriftum og ef ég kemst af með því að nota lítið af mjöli þá er ég svo glöð. […]