Í aðventu þætti Kötlu sem er enn hægt að sjá hér þá kom hún Eirný með snilldarhugmynd að jólabrunch og þar á meðal var þessi dásamlega einfalda Trönuberja og ostabaka. Upphaflega uppskriftin kallaði á smjördeigsbotn en ég ákvað að gera þetta ketóvænna, allavega nær því að vera lágkolvetna og bjó til botn úr sama deigi […]
Author: María Krista
Heimagert marsipan
Það er hægt að kaupa sykurlaust marsipan í Nettó t.d. og er það frá Sukrin. Ég hef notað það í mjög margar uppskriftir en langaði að prófa að gera mitt eigið í Thermomix að sjálfsögðu. Það þarf ekki að mala möndlurnar lengi því krafturinn í vélinni er mikill og marsipanið kom dásamlega vel út. Það […]
Ferrero Rocher sykurlaust konfekt
Það er orðin hálfgerð synd að kaupa ekki Ferrero Rocher í fríhöfninni handa tengdó þegar við höfum átt leið þar í gegn og mér finnst þetta lúmskt gott konfekt. Það er þó því miður ekki sykurlaust og mig langaði að prófa að gera það alveg sykurlaust en samt með sama góða bragðinu og áferðinni og […]
Einföld súkkulaðiterta
Já þessi er með þeim einfaldari en að sama skapi dásamlega mjúk og passlega sæt að mínu mati. Þessa er einfalt að henda í þegar von er á gestum og hún batnar með hverjum deginum. Ég gerði hana tvisvar til að ná rétta sætubragðinu í kremið og svei mér þá ég held hún sé fullkomin […]
Brauðbollur úr Tvaróg osti
Það er allt reynt á ketó og lágkolvetna mataræðinu til að ná fram einhversskonar brauðáferð sem minnir á gömlu góðu glúteinbrauðin með góða gerbragðinu. Þetta er eilífðar leit sem ber ekki alltaf árangur og þá er ágætt að hafa ekki of miklar væntingar. Fyrir þá sem vilja brauð sem helst mjúkt og bragðast ekki eins […]
Þúsund eyja dressing.
Nú er ég nýkomin heim frá Tenerife og var með innifalið hlaðborð á gistingunni sem við völdum. Uppáhaldið mitt var salatbarinn sem minnti mig svo sannarlega á salatbarinn á Pottinum og pönnunni fyrir þá sem muna eftir þeim stað í Skipholtinu. Það var alltaf svo ferskt og gott og dressingar æðislegar. Ég notaði mikið Aioli […]
Baby Ruth hnetubitar
Það er eitthvað svo gott að narta í hnetustykki og ég man eftir köku sem mamma gerði alltaf úr salthnetum sem ég elskaði. Ég hef gert þannig botn en ætla að setja hér inn einfalda bita sem allir geta gert og átt í ískápnum. Það er hægt að nota Thermomix við þessa uppskrift en að […]
Súkkulaðibollakökur með alvöru kremi
Já þessar eru einfaldar og góðar. Tilvalið að skella í sykurlausar súkkulaðikökur í þessu veðri. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og núna er kremið aðeins úr tveimur innihaldsefnum, sykurlausu súkkulaði að eigin vali og síðan kældri kókosmjólk en það er aðeins þykki parturinn sem er notaður í kremið sjálft. Það má nota aðra […]
Pizza án botns
Nú eru margir farnir að huga að enn betra mataræði eftir sumarfríið og því ekki úr vegi að henda inn nokkrum nýjum hugmyndum handa ykkur. Ég er mjög hrifin af pizzum en í rauninni er það áleggið sem er aðalatriðið svo ég gerði bara pizzu án botns til að prófa að sú sló í gegn, […]
Ostasalat einfalt og gott
Ostasalat er með því betra og þar sem ég mætti með nokkra rétti með mér í Eurovision partýið fyrir nokkru þá ákvað ég að skella í ostasalat í leiðinni. Það er nú ekki mjög flókið að græja slíkt en í þessu tilfelli ákvað ég að sæta það með Nicks hunangs sírópi og notaði vorlauk til […]