Shaksuka er miðjarðarhafsréttur frægastur líklega í Ísrael og er að gera allt vitlaust um þessar mundir. Rétturinn inniheldur egg, tómata, ólífuolíu, chili, lauk og hvítlauk og er yfirleitt kryddaður með kúmeni, cumin, parpiku, oregano og fleiri gómsætum kryddum. Ég elska að nota kryddin frá Kryddhúsinu og þau pössuðu öll svo vel í þennan rétt. Þessi […]
Matur
Nautakjöt og brokkolí “stir”
Það er ekki lengi verið að skutla saman í þennan rétt get ég sagt ykkur og rétturinn sló alveg í gegn hjá öllum aldurshópum. Sósan er gerð úr Tamari soya sósu sem er glúteinfrí, sukrin gold og sesamolíu sem er eiginlega alveg must. Það þurfti ekki mikið af nautakjöti í réttinn því brokkolíið og paprikan […]
Pylsubrauð eða hvað sem er…
Ein með öllu er ekki alveg með öllu ef hún er nakin og í engu brauði ! Mér finnst mjög gott að skella í þessi brauð til að hafa eitthvað undir pullunni og þessi uppskrift nýtist í allskonar bakstur líka. Uppskriftin birtist upphaflega í bókinni minni Brauð og eftirréttir Kristu 2013. Að þessu sinni bjó […]
Avocadohummus
Þetta meðlæti er ægilega gott og einfalt og mjög svo ketóvænt. Ég smakkaði fyrst í matarboði hjá vinkonu og það varð bara að setja þetta á bloggið. Bæði er hægt að nota þessa snilld á parmesan ostakexið eða hreinlega með mat, mexíco mat eða með salati. Print innihald: 1 krukka fetaostur, sigta olíuna frá 2-3 […]
Pizzubotn úr purusnakki
Já allt er nú til. Ef þú vilt minnka magnið af möndlumjöli og kolvetnum í pizzunni þinni þá er hægt að prófa þennan pizzubotn sem er fituríkur og ansi mettandi. Það er skemmtilega öðruvísi bragð af honum, ekki þetta möndlubragð sem á til að finnast í möndlubakstrinum svo ég mæli með að prófa. Ég prófaði […]
Steikt “grjón” með karrý
Hver elskar steikt hrísgrjón á kínverskum ressum, rétt upp hönd !! Ég !! Munið þið eftir Asíu á Laugaveginum… ohhh þeir voru með grjónarétt sem var bara frá öðrum heimi og ég hugsa alltaf til þessa veitingastaðar með stjörnur í augum og slef út á kinn. En allavega ég endurgerði þennan fína rétt eftir minni […]
Tómatsalsa með kóríander
Eitt árið fengum við vinnufélaga Barkar í grill sem tók sig til og mætti með allt hráefni í salsa sem við gæddum okkur á með grillmatnum. Þetta einfalda salsa sló heldur betur í gegn og ég hef gert það reglulega síðan. Um helgina skellti ég í einn skammt fyrir hamborgarapartýið á ættarmótinu og það er […]
Grillbrauð – sveitta samlokan
Ég fæ oft fyrirspurn um þessa sem er í einum af uppskriftapökkunum og ætla að henda henni inn hér líka. Þetta er ekta til að grípa í ef maður er í einhverju sveittu kasti og vill fá sér kósýmat og hafa það notalegt, gleyma að maður sé hættur í brauði og bara njóta. Print INNIHALD: […]
Kjúklingaborgari í raspi
Já það er sko hægt að gera geggjaðan mat með raspi án þess að nota panko, hveiti eða orlýdeig og hér er einfaldlega notaður raspur úr lava cheese osti, parmesan og purusnakki sem öllu er mixað saman. Þetta var ótrúlega gott og bragðsterkt en þó ekki of sterkt krydd enda hentar það ekki öllum að […]
Heitt salat, ekta með grillinu
Fyrir langa löngu kom Sigrún vinkona færandi hendi með grænmeti á grillið í matarboð. Því var pakkað inn í álpappír og virtist óttalegt gums í fyrstu. Þetta reyndist svo auðvitað alveg óskaplega gott og ég hef oft gert þetta með mat síðan. Ég elska að henda í svona rétt með grillmat og það er algjör […]