Já mér finnst það geggjað þegar ég get troðið hollustu í girnilegan mat það er bara þannig. Þessi kleinuhringir eru ekki ósvipaðir vatnsdeigsbollum og eru bakaðir á svipaðan hátt. Collagenið styrkir þá og Xanthan gum gerir þá lungamjúka. Það er nauðsynlegt að nota Husk í þessa uppskrift og um að gera að eiga réttu hráefnin […]
Thermomix uppskriftir
Ostakex úr óðalsosti í Thermomix
Það er svo gott að fá sér stökkt og gott kex undir brie ostinn og ekki verra að baka hann aðeins í ofni, það sama er hægt að gera við camembert eða hvern annan hvítmygluost sem þið elskið mest. Mér finnst æði að bæta við nokkrum pekanhnetum þegar nokkrar mín eru eftir að hituninni og […]
Gulrótamúffur í Thermomix
Já þið lásuð rétt, gulrætur… ekki ofarlega á lista þegar kemur að ketómataræðinu en fyrir þær sem aðhyllast lágkolvetnamataræðið þá eru þessar kökur mjög lágar í kolvetnum samt sem áður og innihalda aðeins 100 g af gulrótum sem gera um 7 netcarb og deilist það niður í 12 múffur. Múffurnar eru kryddaðar og mjúkar og […]
Sörur í Thermomix
Það er vel hægt að gera sörur sykurlausar og ég hef prófað bæði með sírópi og sætu. Hér er uppskrift sem hefur ekki klikkað hingað til á hefðbundin hátt en núna prófaði ég að nota bæði sætuna og sírópið í Thermomix útgáfunni. Sumir elska kaffibragð og ég geri það en það mætti sleppa kaffiduftinu fyrir […]
Brauðstangir í Thermomix
Það er laugardagskvöld, steikin búin að setjast í mallanum og nánast komið að háttatíma. Bíómyndin hálfnuð og þá allt í einu bankar nartþörfin hjá frú Maríu Kristu. Hvað gera bændur, jú hendast inn í eldhús og snara fram brauðstöngum á mettíma. Örbylgjuofninn kemur sér vel í þessari uppskrift en eflaust er hægt að bræða ost […]
Rabarbarachutney í Thermomix
Það er svo klikkuð uppskriftin að chutneyinu sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá heldri vinkonu minni en hún sló algjörlega í gegn hjá öllum sem ég bauð að smakka og var eitthvað allt öðruvísi en því sem maður hefur vanist úr rabarabara. Þessi uppskrift innihélt auðvitað sykur og þurrkaðar aprikósur og slatta af lauk […]
Rifsberjasulta í Thermomix
Já sæll, hér beint fyrir utan eldhúsgluggann svigna runnar af rifsberjum og fannst mér tilvalið að skella í rifsberjasultu af því tilefni. Ég notaði Thermomix vélina í verkið en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulegan skaftpott í verkið. Ég neita því þó ekki að Thermoelskan mín einfaldar mér verkin og sérstaklega við svona mauk, […]
Vöfflur þær allra bestu í Thermomix
Hér er fljótleg og góð uppskrift af vöfflum en hér nota ég rjómaost og möndlumjöl. Þessar eru ægilega góðar með smá súkkulaðismyrju en auðvitað góðar með sultu líka eða þessvegna smjöri og osti. Xanthan gum er náttúrulegt þykkingarduft sem hentar vel í hverskonar bakstur sem vanalega er með glúteini en þar sem við tökum það […]
Brokkolísúpa í Thermomix
Það er svo gott þegar fer að hausta að fá sér matarmikla súpu og að þessu sinni varð brokkolí fyrir valinu. Ég átti Óðalsost sem ég þurfti að nota og þar sem Thermomix hjálpar svo til tímalega séð þá var ég enga stund að rífa allt niður, saxa brokkolíið og skella í dásamlega góða súpu […]
Kjúklingur í piparostasósu í Thermomix
Ég hef oft rekist á þessa uppskrift með rauðu pestói en hana má finna á heimasíðunni hjá Gulur rauður grænn og salt en þar sem ég er meira að vinna með rjóma frekar en matreiðslurjóma þá breytti ég henni aðeins. Ég notaði Franks red hot sauce í stað tabasco og tamari soya sósu en hún […]