Nýlegar færslur

Ungversk gúllassúpa

Það er ekkert mál að gera heita og holla súpu úr grænmeti með færri kolvetnum og prótínið úr kjötinu kemur sér alltaf vel ásamt fitunni auðvitað ef maður aðhyllist lágkolvetna mataræði. Hér er mjög góð uppskrift sem passar einmitt fullkomnlega með súpubrauðsuppskriftinni hér að framan. Print Innihald í gúllassúpu: 1 dl góð steikingarolía t.d. OLIFA2 […]

Namskeid

Súpubrauð glúteinlaust

Þessar bollur minna mig mikið á súpubrauðið sem amma mín Bagga heitin bjó til þegar hún bauð fjölskyldunni í aspassúpu. Þetta var hefðbundið hveitigerbrauð með mjólk og smjöri, sykri og öllum pakkanum og það sem einkenndi það voru kardimommur sem gáfu því sérstakt bragð. Þetta líkist eflaust einhverskonar “buisquit”uppskriftum sem þekktari eru erlendis en mig […]

Kjúklingur með hvítkálspasta

Þessi réttur er svo bragðgóður og alltaf hægt að smella í t.d. ef til eru afgangs ostar eftir saumaklúbbinn eða veisluna. Það er bæði hægt að nota tilbúinn kjúkling í réttinn eða steikja eða hita bringur í Airfryer. Þetta er soldið svona ískápamix.

Ostakaka með bragðarefsbragði

Ostakökur eru frekar einfaldar og hægt að smella í með frekar lítilli fyrirhöfn. Þessi kom mjög vel út og er ægilega góð á bragðið. Ég nota í hana Crunchy caramel súkkulaðið frá Nicks og svo jarðaber og karamellusósa yfir. Það má nú sleppa karamellunni en súkkulaðið gerði mikið í kökunni. Það fæst t.d. í Nettó […]

Innanhúsmál – málning og axlaraðgerð

Jæja þá var komið að því að klæða hús að innan, mála, innrétta, leggja rafmagn, hita og já bara allt. Það sem við gátum gert sjálf ætluðum við að gera. Í desember lendir Börkur í því að detta á öxlina sem var nú þegar frekar léleg eftir álag og vinnu […]

Sæl öll og takk fyrir að “taka pláss” hér,

Bloggið mitt er búið að stækka og dafna síðustu ár og er samansafn af uppskriftum sem gott er að leita í þegar við viljum spara við okkur sykurinn, minnka glútein, prófa lágkolvetnafæði eða hreinlega elda bragðgóðan mat með góðum fitum og færri kolvetnum. Ég þakka fyrir heimsóknirnar og bið ykkur […]

Velgengnis kaka- eða gula kakan

Þessi terta er víst kölluð Suksessterte eða Suksesskake hjá norðmönnum og oft borin fram við hátíðleg tækifæri eins og þjóðhátíðardag þeirra þann 17.maí, í brúðkaupum, fermingum og oft um páska. Þessi terta minnir á dajm tertuna sem hægt er að fá í IKEA og fleiri möndlukökur en hér er hún ekki með súkkulaðihjúp né dajm. […]

Lokum húsi og biðin eftir gluggunum

Það var strax í lok september sem við vorum klár fyrir klæðningu og glugga. Mest lá á að koma gluggum í húsið og þakpappa á þakið til að gera það vatnshelt fyrir veturinn sem var nú hálfpartinn mættur með tilheyrandi slyddu og kulda. Við vorum ótrúlega heppin með byggingastjóra í […]

Rúlluterta með kaffikeim

Þessi rúlluterta varð til eftir að ég sé myndband af rúllutertu fylltri með rjóma og berjum. Auðvitað sykurkaka svo ég ákvað að gera gott betur og hafa þessa sykurlausa og einnig nota mascarpone ost í fyllinguna. Hún minnir því á Tiramisu desert en skemmtilegra að bera fram í svona rúllu. […]

Mokkamús á nokkrum mínútum

Hér er á ferðinni mjög einföld uppskrift. Þetta er ekta desert sem þú hendir saman ef þú átt von á gestum sama dag eða með stuttum fyrirvara. Bragðast eins og Royal búðingur og mjög fljótlegur með fáum innihaldsefnum. Mæli með að prófa.