Nýlegar færslur

Sæl öll og takk fyrir að “taka pláss” hér,

Bloggið mitt er búið að stækka og dafna síðustu ár og er samansafn af uppskriftum sem gott er að leita í þegar við viljum spara við okkur sykurinn, minnka glútein, prófa lágkolvetnafæði eða hreinlega elda bragðgóðan mat með góðum fitum og færri kolvetnum. Ég þakka fyrir heimsóknirnar og bið ykkur […]

Namskeid

Innanhúsmál – málning og axlaraðgerð

Jæja þá var komið að því að klæða hús að innan, mála, innrétta, leggja rafmagn, hita og já bara allt. Það sem við gátum gert sjálf ætluðum við að gera. Í desember lendir Börkur í því að detta á öxlina sem var nú þegar frekar léleg eftir álag og vinnu […]

Velgengnis kaka- eða gula kakan

Þessi terta er víst kölluð Suksessterte eða Suksesskake hjá norðmönnum og oft borin fram við hátíðleg tækifæri eins og þjóðhátíðardag þeirra þann 17.maí, í brúðkaupum, fermingum og oft um páska. Þessi terta minnir á dajm tertuna sem hægt er að fá í IKEA og fleiri möndlukökur en hér er hún ekki með súkkulaðihjúp né dajm. […]

Lokum húsi og biðin eftir gluggunum

Það var strax í lok september sem við vorum klár fyrir klæðningu og glugga. Mest lá á að koma gluggum í húsið og þakpappa á þakið til að gera það vatnshelt fyrir veturinn sem var nú hálfpartinn mættur með tilheyrandi slyddu og kulda. Við vorum ótrúlega heppin með byggingastjóra í […]

Rúlluterta með kaffikeim

Þessi rúlluterta varð til eftir að ég sé myndband af rúllutertu fylltri með rjóma og berjum. Auðvitað sykurkaka svo ég ákvað að gera gott betur og hafa þessa sykurlausa og einnig nota mascarpone ost í fyllinguna. Hún minnir því á Tiramisu desert en skemmtilegra að bera fram í svona rúllu. […]

Mokkamús á nokkrum mínútum

Hér er á ferðinni mjög einföld uppskrift. Þetta er ekta desert sem þú hendir saman ef þú átt von á gestum sama dag eða með stuttum fyrirvara. Bragðast eins og Royal búðingur og mjög fljótlegur með fáum innihaldsefnum. Mæli með að prófa.

Að reisa hús á 4 dögum !

Já það er spurning, mundi þetta ganga upp hjá okkur. Í september var sem sagt búið að saga ofan af húsinu okkar og við stóðum þarna uppi stórskuldug með gulan kubb í grasi og drullu. Þar sem það var búið að saga sundur vatnslagnir í ofnakerfið og rafmagnið farið þá […]

Hvernig byggjum við nýja hæð á gamalt hús?

Já það er stóra spurningin, hvernig byrjar maður á svona stóru verkefni ? Við hófumst í raun handa löngu áður með samtali við Jóhann Sigurðsson arkitekt hjá Tendra varðandi mögulegar breytingar og hugmyndavinnan tók alveg rúmt ár. Það sem þarf að huga að í öllum framkvæmdum er að temja sér […]

Ískaffi

Það er mjög vinsælt núna að fá sér ískaffi og margir að nota falleg glerglös og rör í verkið sem gerir upplifunina eflaust enn betri. Ég hef aðeins verið að leika mér með ískaffið og það er í raun ferlega einfalt. Ég helli upp á kaffi að morgni t.d. og læt það standa á meðan […]

Ískaffi í boði Nettó

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nettó Það er mjög vinsælt núna að fá sér ískaffi og margir að nota falleg glerglös og rör í verkið sem gerir upplifunina eflaust enn betri. Ég hef aðeins verið að leika mér með sykurlaust ískaffi og það er í raun ferlega einfalt. […]