Month: febrúar 2019

Avocado og eggjasalat

Avocado er ein af ofurfæðum veraldar. Ástæðan er meðal annars sú að þessi sérstaki ávöxtur er stútfullur af Omega 3, magnesium, potassium og góðum trefjum. Avocado inniheldur einnig A, C, D, E og K vítamín ásamt nokkrum B-vítamínflokkum. Fyrir lágkolvetnamataræðið þá er avocado merkileg og jafnframt mikilvæg afurð. Fitan í avocado er talin afar holl […]

Kúrbítspizza

Ég veit ekki hversu margar týpur af pizzum ég hef gert í gegnum tíðina, blómkáls, osta, hakkpizzur og fleira fróðlegt. Kúrbítspizza er hins vegar í uppáhaldi þessa dagana og ég fæ ekki nóg. Það er ótrúlega fljótlegt að henda í eina slíka og dugar ein 12″ pizza vel fyrir mig og eiginmanninn. Það verður yfirleitt […]

Beikonbitar

Ég sá mynd af svona millimáli fyrir nokkru frá vinkonu minni í vinnunni. Sonur hennar er snillingur í ketómataræðinu og er ótrúlegar harður í að fasta en prófar sig áfram með allskonar góðgæti þess á milli. Hann útbjó svona beikonbita sem kvöldnasl og ég var ekki lengi að prófa sjálf en þetta eru sem sagt […]

Valentínusarbomba

Þessa köku gerði ég sérstaklega fyrir húsbóndann en hann er mjög hrifinn af hindberjum og auðvitað fékk hann sína sneið á sjálfan Valentínusardaginn. Það er mjög auðvelt að baka þessa, ég er ekki mjög dugleg að gera bakaðar ostakökur en þær eru sossum ekkert frábrugðnar hinum óbökuðu, eini munurinn er egg og smá tími í […]

Velkomin á nýja bloggið !

Velkomin kæru lesendur á nýtt blogg Maríu Kristu. Ég hef haldið úti bloggsíðu síðan 2013 og nú er kominn tími á að uppfæra hana og dusta rykið af útlitinu. Undanfarin ár hef ég einnig sett inn færslur á vef Systra og maka www.systurogmakar.is og nú nýlega stofnaði ég síðuna kristaketo […]