Month: febrúar 2019

Marsipanhnappar

Þegar sætindapúkinn mætir á svæðið í öllu sínu veldi, gerist reyndar sífellt sjaldnar hjá mér þar sem blóðsykrinum er haldið í jafnvægi á þessu frábæra mataræði, en gerist þó stundum á ákveðnum tímum mánaðarins, þá er stórsniðugt að baka marsipanhnappa. Þetta er gert úr tilbúnu marsipani frá Sukrin sem fæst t.d. í verslun okkar systra. […]

Sítrónuformkaka

Það getur verið pínu erfitt að vinna með hlutföll af möndlumjöli og kókoshveiti. Sumir finna mikið bragð af kókoshveitinu, öðrum finnst möndlumjölið þungt í maga og svo þarf þetta allt að tolla saman og molna ekki út um allt. Þessvegna er xanthan gum nokkuð mikilvægt. Kakan er ótrúlega mjúk og fín en krefst þess að […]

24 tíma breyting á baðherbergi

Þegar maður dettur í breytingagírinn og hefur í raun engan tíma þá býr maður til tíma. Okkur hjónum datt í hug að mála loftið á baðinu og minnka aðeins krúsídúllurnar hér og þar. Það var gert á 24 tímum og erum við hæstánægð með útkomuna. Hvernig í ósköpunum ? Já […]

Hversu oft er hægt að breyta einu herbergi ?

Herbergið sem alltaf var verið að breyta … Litla baunin … Jæja , flestir ættu nú að vita að ég á eitt yndislegt barnabarn sem býr í Kaupmannahöfn. Þegar þær mæðgur stefndu á að heimsækja Ísland í fyrsta sinn ákváðum við hjónin að gera upp herbergi sem þjónað hefur ýmsum […]

Kjúklingur í raspi

Kjúklingur í raspi, já það hljómar of gott til að vera satt ! Það er samt alveg hægt að gera geggjað rasp úr ýmsu eins og parmesan, möndlumjöli, svínapurusnakki og svo auðvitað frábæra brauðmixinu frá Funksjonell. Ég einfaldlega mala brauðmixið fínna, krydda með góðu kjúklingakryddi, velti kjúklingabringum upp úr pískuðu eggi og svo raspinu góða. […]

Skinkuhorn

Hver saknar þess að fá nýbakað brauð úr bakaríinu um helgar ? Stundum kemur þessi tilfinning í mig enda er brauð minn helsti akkilesarhæll. Þá kemur þessi uppskrift skemmtilega á óvart og fullnægjir minni brauðþörf og gott betur. PrintInnihald:300 g rifinn mosarella ostur50 g rjómaostur50 g kókoshveiti1 msk Husk120 g eggjahvítur u.þ.b. 4 hvítur1/2 tsk […]

Kókoskúlur

Hver man ekki eftir að hafa “bakað” kókoskúlur og líklega hefur það verið fyrsta minning margra í eldhússtörfum með mömmu. Kókoskúlugerð voru allavega fastur liður hjá okkur systkinunum en þá sneisafull af flórsykri og haframjöli að mig minnir. Þessar gefa þeim ekkert eftir en nú innihalda þær hampfræ og chiafræ sem eru dásamleg ofurfæða. Það […]

Macadamiubitar

Macadamiur eru geggjaðar hnetur sem henta lágkolvetnamataræðinu fullkomnlega. Það getur verið erfitt að nálgast þær og þær eru ekki ódýrustu hneturnar á markaðnum heldur. Ástæðan fyrir því er að það tekur 7-10 ár fyrir Makadamiutré að byrja að mynda hnetur og það er aðeins hægt að tína þær á ákveðnum tíma árs. Hneturnar eru fullar […]

Eggaldin lasagna

Lasagna er dásamlega góður “comfort” matur, ég veit ekki hvaða orð lýsir því best á íslensku en þið skiljið, það er kalt úti, kósý kvöld, lopasokkar, kertaljós, hvítlaukslykt í loftinu og rjúkandi heitt lasagna. Það gerist ekki betra. Þessi útfærsla af lasagna með eggaldin líkist meira moussaka sem er grískur réttur, en þar sem ég […]

Súkkulaðikaka með kúrbít

Það er ótrúlegt hvað grænmeti í bakstri gerir mikið og þar er kúrbítur alveg einstaklega sniðugur. Kúrbítur er mitt uppáhalds hráefni um þessar mundir hvort sem það er í kryddkökum, pizzum eða súkkulaðikökum. Það að auki nota ég kúrbít mikið í pastarétti enda algjör snilld að rífa hann niður í strimla og nota í staðinn […]