Month: september 2019

Rabarbarachutney í Thermomix

Það er svo klikkuð uppskriftin að chutneyinu sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá heldri vinkonu minni en hún sló algjörlega í gegn hjá öllum sem ég bauð að smakka og var eitthvað allt öðruvísi en því sem maður hefur vanist úr rabarabara. Þessi uppskrift innihélt auðvitað sykur og þurrkaðar aprikósur og slatta af lauk […]

Rifsberjasulta í Thermomix

Já sæll, hér beint fyrir utan eldhúsgluggann svigna runnar af rifsberjum og fannst mér tilvalið að skella í rifsberjasultu af því tilefni. Ég notaði Thermomix vélina í verkið en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulegan skaftpott í verkið. Ég neita því þó ekki að Thermoelskan mín einfaldar mér verkin og sérstaklega við svona mauk, […]

Vöfflur þær allra bestu í Thermomix

Hér er fljótleg og góð uppskrift af vöfflum en hér nota ég rjómaost og möndlumjöl. Þessar eru ægilega góðar með smá súkkulaðismyrju en auðvitað góðar með sultu líka eða þessvegna smjöri og osti. Xanthan gum er náttúrulegt þykkingarduft sem hentar vel í hverskonar bakstur sem vanalega er með glúteini en þar sem við tökum það […]

Brokkolísúpa í Thermomix

Það er svo gott þegar fer að hausta að fá sér matarmikla súpu og að þessu sinni varð brokkolí fyrir valinu. Ég átti Óðalsost sem ég þurfti að nota og þar sem Thermomix hjálpar svo til tímalega séð þá var ég enga stund að rífa allt niður, saxa brokkolíið og skella í dásamlega góða súpu […]

Kjúklingur í piparostasósu í Thermomix

Ég hef oft rekist á þessa uppskrift með rauðu pestói en hana má finna á heimasíðunni hjá Gulur rauður grænn og salt en þar sem ég er meira að vinna með rjóma frekar en matreiðslurjóma þá breytti ég henni aðeins. Ég notaði Franks red hot sauce í stað tabasco og tamari soya sósu en hún […]

Snickerskúlur í Thermomix

Þessi uppskrift er afar fljótleg og þægileg fyrir þá sem vilja eiga gott “helgarnammi” eða fitubombur í ískápnum. Í það er notað hnetumjöl og nýja sírópið frá Funksjonell sem er bæði glúteinlaust og lægra í hitaeiningum. Alltaf gott að fá betrumbætta vöru í hús. Bragðið er mjög líkt eldri týpunni en ég er bæði búin […]

Aspassúpa frá grunni í Thermomix

Ég átti leið í Nettó eins og svo oft áður á leið heim úr vinnu eða öðru stússi og ætlaði svo sannarlega ekki að hafa súpu á föstudegi en þegar ég sá aspasbakkana í grænmetisdeildinni, þessa litlu krúttlegu þá stóðst ég ekki mátið og kippti með mér heim knippum af aspas. Það yrði bara súpa […]

Blómkálsrisotto í Thermomix

Blómkál er hægt að matreiða á ýmsa vegu og meðal annars er hægt að gera hálfgert risottó úr því eða blómkálsottó. Það var kona hjá mér á námskeiðinu um daginn sem sagðist nota piparost og sveppaost í sitt blómkál og ég varð auðvitað að prófa. Ég notaði Thermomix græjuna í verkið sem einfaldaði mér lífið […]

Kringlur

Saknar þú þess að fá þér nýbakaðar kringlur þegar krakkarnir koma með þær heim úr bakaríinu ? Ég er alveg sú týpa og elska kringlur með smurosti og kókómjólk. Ég elska kúmen alveg ægilega mikið og lyktin af nýbökuðum kringlum er ómótstæðileg. Ég prófaði mig áfram með nokkuð einfalda uppskrift sem virkaði vel og urðu […]