Stundum vill maður grípa í eitthvað ægilega fljótlegt og hér er ein útfærsla af vöfflum sem hægt er að gera en ég einfaldlega blandaði brauðmixinu frá Funksjonell við ost og egg og bakaði í vöfflujárni. Þetta var mjög gott með parmaskinku, avocado sem ég marði, pestó og mosarella osti, hérna væri líka gott að nota […]
Month: janúar 2021
Kladdkaka í potti
Já sumar hugmyndir berast í skilaboðum á morgnana þegar maður er að rífa sig fram úr og það gerðist einmitt í morgun þegar Oddný vinkona sendi mér ákall um hjálp, okei kannski aðeins of dramatískt en hún hafði séð kladdköku hjá Matarlyst skvísunum sem hún Ragnheiður var að setja inn það er að segja uppskrift […]
Mozarella og pestó pizza
Þessi pizzabotn minnir mig á grófu botnana sem voru alltaf til á Happ veitingastaðnum og Gló á sínum tíma. Ég persónulega elska svona “hollustu”bragð þótt að Berki mínum finnist þetta minna á kex en ég er viss um að einhverjar fíla svona týpur af pizzum. Ég gerði pestóið frá grunni sem tók mig nokkrar mín […]
Beikon salsa
Já sæll hvað er það.. .beikon salsa.. uuu jú beikon og tómatar hitað saman og búin til salsasósa.. en með beikonbragði. Þessi uppskrift kom fyrir á gamla blogginu mínu og þróaðist útfrá beikonsultunni sem Simmi Vill og Jói kynntu á einhverja pizzu í den, líklega þegar Shake and pizza opnuðu. Allavega mér fannst hugmyndin góð […]
Eggjafrittata í Thermo
Það er svo mikið af góðum uppskriftum á Cookidoo síðunni sem er hugsuð fyrir Thermomix eigendur og hér er ein sem ég útbjó mér í um daginn. Hún er einstaklega auðveld og ég breytti bara smá um ostategund og lauk en það má alveg leika sér með innihaldið eins og maður vill. Ég mæli með […]
Lambakjöt í kormasósu- vinsæl
Ég elska indverskt og hef áður talað um það, ég notast nú oftast við kjúkling í mínum indversku tilraunum en ég átti lambabita frá Kjötkompaní sem komu skemmtilega á óvart og ég útbjó þennan frábæra rétt sem ég studdist við af Cookidoo síðunni sem við Thermomix notendur höfum aðgang að. Ég skipti út því sem […]
Bleikar prinsessukökur
Þessar bollakökur eru úr pínu skemmtilegu innihaldi eða smjörbaunum frá Änglamark og fást í Nettó. Ein ferna dugar í 12 bollakökur og síðan eru egg og kókoshveiti notuð í deigið svo kökurnar eru bæði glúteinlausar, sykurlausar og hnetulausar, s.s. ekkert möndlumjöl fyrir þá sem þola það illa. Ég mæli með að byrja á kreminu og […]
Vikumatseðill nr 15
Hér kemur fimmtánda vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Matseðill vikuna 25. – 31. janúar Hér fyrir neðan eru linkar á allar uppskriftirnar á blogginu sem passa í matseðilinn. Ostasalat og bollur Kjúklinganaggar Acai orkuskálin Kjúklingur […]
Ketó Acai orkuskál
Nú eru heilsudagar að byrja í Nettó eftir helgina og ég mæli með að hafa augun opin því það verður hellingur af spennandi nýjungum í boði sem þið gætuð haft gaman af. Til að mynda sá ég Sambason Acai vörurnar komnar í frystana og ég var ekki lengi að grípa í einn til að gera […]
Geggjað ostasalat
Mér finnst oft vanta eitthvað annað salat en eggjasalat á markaðinn og þetta ostasalat var einstaklega auðvelt og fljótlegt. Það hentar bæði á hrökkkexið, bolluna eða sem meðlæti hreinlega og ég mæli með að prófa. Ég notaði smá súrar gúrkur í mitt til að fá svona súrsætt bragð en það má sleppa því eða jafnvel […]