Sætindi

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Djöflaterta Lindu Ben

Linda Ben er ein af þeim sem ég dáist af á hverjum degi. Hún er ekki bara búin að endurgera hvert húsnæðið á eftir öðru án þess að brjóta nögl, heldur er hún ótrúlega fær í eldhúsinu, með myndavélina og bara brjálæðislega smart stelpa sem ég elska að fylgjast með. Hún bakaði núna Djöflatertu á […]

Hindberjaís

Þessi er einfaldur og góður en ég átti slatta af hindberjum og rjóma sem var að renna út svo ég gerði ís. Þetta er mjög svo fljótlegt og verður sko eftirrétturinn í kvöld eftir lambahrygginn. Print Innihald: 500 ml rjómi má nota laktósafrían60 g Sukrin Gold20 g Sweet like sugarlófafylli fersk hindber3 eggjarauður1 tsk vanilludropar […]

Hindberjamarsipankúlur

Þegar við vorum í sumarfríinu okkar í Danmörku þá rakst ég á geggjað nammi í Salling vöruhúsinu sem var framleitt í Álaborg en þetta var sykurlaust marsipan með hindberjabragði. Ég fékk náttúrulega hugmynd að gera svona þegar ég kæmi heim því þetta er ótrúlega ferskt og gott á bragðið og algjör snilld með kaffinu. Hægt […]

Kakan hans Sólons

Eins og allir vita líklega sem fylgja mér á Instagram þá vorum við að eignast lítinn sætan hvolp sem heitir Sólon. Hann fæddist 8.maí en við misstum af því svo við bökuðum bara köku þegar hann kom á heimilið. Þessi er bara einföld súkkulaðikaka sem ég gerði í einu formi en ég notaði svo tupperware […]

Brómberjaskyrterta

Þessi færsla er unnin í samvinnu við MS. Það er mjög fljótlegt að henda í skyrtertu ef veislu ber að garði. Skyrtertur eru afar ferskar og sniðugar sem eftirréttur og þessi er gerð úr nýja kolvetnaskerta skyrinu frá KEA. Skyrið hentar vel þeim sem aðhyllast lágkolvetnamataræðið og eru um 3.9 g kolvetni í 100 g […]

Collagen kleinuhringir

Já mér finnst það geggjað þegar ég get troðið hollustu í girnilegan mat það er bara þannig. Þessi kleinuhringir eru ekki ósvipaðir vatnsdeigsbollum og eru bakaðir á svipaðan hátt. Collagenið styrkir þá og Xanthan gum gerir þá lungamjúka. Það er nauðsynlegt að nota Husk í þessa uppskrift og um að gera að eiga réttu hráefnin […]

Súkkulaðiterta með mokkakremi

Það er svo gaman að gera risatertur með fallegum skreytingum og ég er orðin ansi lunkin í margra hæða kökunum enda formin lítil og auðvelt að búa til margra hæða hnallþórur án þess að eyða allt of miklu hráefni í þær. Hér er ein með súkkulaðibragði og mokkakremi en kakan sjálf er dásamlega rík af […]

Súkkulaðiís

Þessi uppskrift er á vefnum Gnom gnom en hún notar þar Xylitol og hlutföllum er örlítið breytt hjá mér en aðferðin er sniðug og mig langaði að prófa. Það er pínu erfitt að ná fram ís sem verður ekki glerharður í frystinum en með því að setja dreitil af vodka t.d. þá frýs ísinn síður […]

Sítrónuostakaka

Þessi er alveg klikkuð, hún er bæði fersk, passlega sæt og mjög góð sem eftirréttur eða meðlæti með sumarkaffinu. Hún er nokkuð einföld og fljótleg, það eina sem er erfitt er að bíða eftir er að hún sé nægilega köld og búin að “setjast”. Print innihald botn: 120 g ljóst möndlumjöl eða malið möndlur með […]

Súkkulaðibúðingur

Einfaldasti eftirréttur líklega í heimi er þessi súkkulaðibúðingur sem uppistendur af rjóma. Það er ekki vitlaust að nota laktósafría rjómann frá Örnu til að fá ekki magapínu eins og sumir fá af of miklum laktósa en bragðið er alveg jafn gott ef ekki betra. Þetta er ekta réttur til að henda í ef fólk kemur […]