Sætindi

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Súkkulaðieldfjall

Súkkulaðisyndin ljúfa, það kannast einhverjir við hana ekki satt. Hér er hún gerð í Thermomix en það má líka gera hana með handþeytara að sjálfsögðu. Þessi uppskrift miðast við 4-6 manns, fer eftir stærðum á formum sem þurfa að vera eldföst. PrintInnihald:180 g sykurlaust súkkulaði180 g smjör2 eggjarauður2 egg75 g sæta20 g kókoshveiti Print Aðferð […]

Kókosterta

Hugsa sér ef barnaafmæli væru algjörlega sykurlaus ! Hversu ljúf og notaleg væri slík veisla. Blóðsykurinn héldist jafn, næringarríkar og bragðgóðar veitingar væru í boði og foreldrar myndu taka við afslöppuðum og söddum börnum að afmæli loknu. Ég hef persónulega séð dönnuðustu prinsessur klífa veggi eftir eina sneið af súkkulaðiköku og efast um að niðursveiflan […]

Marsipanhnappar

Þegar sætindapúkinn mætir á svæðið í öllu sínu veldi, gerist reyndar sífellt sjaldnar hjá mér þar sem blóðsykrinum er haldið í jafnvægi á þessu frábæra mataræði, en gerist þó stundum á ákveðnum tímum mánaðarins, þá er stórsniðugt að baka marsipanhnappa. Þetta er gert úr tilbúnu marsipani frá Sukrin sem fæst t.d. í verslun okkar systra. […]

Sítrónuformkaka

Það getur verið pínu erfitt að vinna með hlutföll af möndlumjöli og kókoshveiti. Sumir finna mikið bragð af kókoshveitinu, öðrum finnst möndlumjölið þungt í maga og svo þarf þetta allt að tolla saman og molna ekki út um allt. Þessvegna er xanthan gum nokkuð mikilvægt. Kakan er ótrúlega mjúk og fín en krefst þess að […]

Kókoskúlur

Hver man ekki eftir að hafa “bakað” kókoskúlur og líklega hefur það verið fyrsta minning margra í eldhússtörfum með mömmu. Kókoskúlugerð voru allavega fastur liður hjá okkur systkinunum en þá sneisafull af flórsykri og haframjöli að mig minnir. Þessar gefa þeim ekkert eftir en nú innihalda þær hampfræ og chiafræ sem eru dásamleg ofurfæða. Það […]

Macadamiubitar

Macadamiur eru geggjaðar hnetur sem henta lágkolvetnamataræðinu fullkomnlega. Það getur verið erfitt að nálgast þær og þær eru ekki ódýrustu hneturnar á markaðnum heldur. Ástæðan fyrir því er að það tekur 7-10 ár fyrir Makadamiutré að byrja að mynda hnetur og það er aðeins hægt að tína þær á ákveðnum tíma árs. Hneturnar eru fullar […]

Súkkulaðikaka með kúrbít

Það er ótrúlegt hvað grænmeti í bakstri gerir mikið og þar er kúrbítur alveg einstaklega sniðugur. Kúrbítur er mitt uppáhalds hráefni um þessar mundir hvort sem það er í kryddkökum, pizzum eða súkkulaðikökum. Það að auki nota ég kúrbít mikið í pastarétti enda algjör snilld að rífa hann niður í strimla og nota í staðinn […]

Valentínusarbomba

Þessa köku gerði ég sérstaklega fyrir húsbóndann en hann er mjög hrifinn af hindberjum og auðvitað fékk hann sína sneið á sjálfan Valentínusardaginn. Það er mjög auðvelt að baka þessa, ég er ekki mjög dugleg að gera bakaðar ostakökur en þær eru sossum ekkert frábrugðnar hinum óbökuðu, eini munurinn er egg og smá tími í […]